Strandapósturinn - 01.06.2012, Blaðsíða 79
79
Teikning af gamla bænum á Reykjanesi eins og Þorvaldur mældi hann upp. Síðar
var honum nær öllum breytt í fjós og stóð hluti af honum fram undir 1950. Eftir
frumteikningunum í dagbókinni (III., bls. 147–148); ein alin = um 63 cm.
Móttökurnar á Reykjanesi urðu Þorvaldi minnisstæðar. Í Minningabókinni
(2. b., bls. 100–105) segir hann frá ferðinni um Strandir 1886 og m.a. telur hann
þar upp veitingar sem þeim ferðafélögunum var boðið upp á á Reykjanesi (nmgr., bls.
102) og styðst þá við minnisgrein í dagbókinni (III., bls. 147): „Veitingarnar um
kvöldið voru Bramabitter, mjólk, vindlar, kaffi með útlendu brauði; blautfiskur með
brennivíni og portvíni, the, brauð, vindlar. Um morguninn kaffi með brauði, vindl-
ar, bitter, sherry; morgunverður kindasteik, brauð, ostur, brennivín, sherry, kaffi,
vindlar. Síðar portvín og vindlar; áður en við fórum chokolade og kaffi með kökum
og rommi.“
Jón Jörundsson á Reykjanesi (1849–1927).