Strandapósturinn - 01.06.2012, Qupperneq 67
67
7. ágúst. Söfnuðum í einn kassa af steingjörvingum uppi í
árgilinu. Riðum svo í Arnkötludal, komum við í samnefndum bæ
og að Vonarholti. Grösugur dalur, ávöl fjöll hamralaus að kalla,
grasi vaxin, mýraflóar og grasbrekkur. Undir Svarthamri46 í holti
surtarbrandur, ei fossilia,47 þrjú surtarbrandslög, halli til austurs
20–25°, rauðleitur grófur leir og tuff48 milli. Þetta er við lítið
gil.49 Hinum megin gil en öll full af snjó kringum Hrafnabjörg50
sem eru beint á móti.
Riðum upp fjallið að vestanverðu, þar er grösugt og flóar fúnir
innan um. Gekk upp í gil sunnan við Hrafnabjörg. Það var allt
neðra fullt af snjó og getur vel verið að þar séu steingjörvingar en
ofar háar rauðar leirskriður. Grófum þar í og er leirinn rauðleitur
með bollum og hvítur á milli í einu lagi, mjög feitur og límkenndur.
Sprungið fyrir neðan Hrafnabjörg, hólar og hrúgur einkennilegar
vaxnar gulum mosa. Neðar í dalnum ísrákir og mórenur.51
Komum að Tungu kl. 9 um kvöldið og hafði þá verið rigning og
fýla seinni hluta dags.
8. ágúst. Sunnudagur. Kalt veður, dimmt loft, 4° C. Var í kirkju52
hér við messu. Fórum seinna upp í gil og lukum við að safna.53
46 Svarthamar heita klettar í austurhlíð Arnkötludals um 1–2 km fyrir framan Vonar-
holt.
47 Steingervingar.
48 Gosaska (túff).
49 Líklega átt við Svarthamarslæk sem er utan við Svarthamar.
50 Hrafnabjörg eru vestan megin í Arnkötludal gegnt Svarthamri. Gilin nefnast
Fremra- og Heimra-Hrafnabjargagil og eru sitt hvorum megin við björgin.
51 Jökulruðningur.
52 Kirkjan í Tröllatungu var aflögð árið 1909. Fells- og Tröllatungusóknir voru
sameinaðar árið 1906 en ný kirkja reis ekki fyrr en 1909 í Kollafjarðarnesi.
53 Minnisgrein (III, bls. 139–140): „Lof sé guði vor lausn er gjörð. Í þann veg syngur
sætt sál ugur dýrðar andi hins dána er hér hvílir en það er Árni son Ólafs Hafliða-
sonar mikilmennis, fæddur ár 1829, fékk uppfóstur í foreldrahúsum á Hafnar-
hólmi og Drangsnesi hvar hann varð fulltíða og mikilmenni. Átti þar eftir við
einni persónu velmetinni þrjú börn efnileg er svo heita: Jónatan, fæddur 1857,
Guðbjörg 1864, Benedikt 1866. Var Árni vel metinn af þeim er elskuðu dyggð,
hann var guðrækinn, trúfastur, hollur og trúr í verkum. Tólf ár þénti hjá Torfa
á Kleifum við útibú hans á Vatnshorni. Ár 1881 um vorið fékk hann húsnæði á
Heiðarbæ. Veikt ist hann þá von bráðar. Tók hann mót kvilla með trúarhendi og
gaf sig á vald guði. Enti svo ævi 11. júní með orðstír góðan.“ Sbr. Jón Guðnason
(1955), bls. 309.