Strandapósturinn - 01.06.2012, Blaðsíða 87
87
Það er gamalla manna mál að þegar miklir austangarðar ganga
á haustum að þá komi ísar fyrr á vetrum. – Mönnum hér illa við
Ameríkumenn sem fiska alveg uppi í landsteinum.192 Ýmsir hér á
Ströndum ólesandi af eldra fólki og margir óskrifandi.
Fórum kl. 3½ frá Dröngum, vegna fjörunnar ei fyrr, eg hafði
líka verið að safna plöntum. Maður fylgdi okkur þaðan. Framan
af er góður vegur með sjón um. Á Vatnshöfða er dálítið vatn,193
nokkuð, ca. 25 fet, yfir sjó, fráskilið með hækkuðum malarkambi.
Alls staðar eru hér fúasprek og viður með sjónum. Þó telja menn
það hér varla nóg til eldiviðar af því þetta er töluvert minna en
ókjörin sem áður voru. Fórum fyrir framan Meyjardal yfir á194
samnefnda sem töluvert vatn er í. Í björtu sést jökullinn bak við
dalinn og er þar syðsta bunga hans; sýnist vera lægra bak við hann
en fjöllin til hliðanna kannski drög niður að honum. Áin kemur
mest úr lækjum á heiðinni, þó líka undan jökli. Eigi var þó
jökullitur á henni.
Þegar kemur inn í Bjarnarfjörðinn fer vegurinn að verða verri,
eru þar klappir, eftirstandandi basaltlög, klettatangar og klif195
líkt og í Eyvindarfirði. Þar sáum við seli á hverjum steini sem
stukku niður og ráku svo upp hausana að horfa á oss. Nú gerði
húðarrigning og þoku. Fjörðurinn er langur og mjór, sjaldan
farið með honum en gangandi menn á vetrum ferjaðir yfir
mynnið.196 Innarlega er nes sem heitir Langanes og undan því má
um fjöru ríða þvers yfir fjörðinn en svo var ekki fallið út að við
gætum farið þar en fórum inn fyrir. Tangi úr Drangajökli, líklega
skriðjökull, gengur niður drögin niður undir dal botninn en við
sáum það ei fyrir þoku og úr honum fellur kolmórauð á, Bjarn-
arfjarðará. Fellur hún á mörgum eyrum197 í fjörðinn og er allmikil,
verður oft ófær en þá má ríða fyrir utan um fjöru. Hún gerir
skolalitan fjörðinn langt út eftir.
192 Hér er líklega átt við amerísku lúðuveiðarana. Þeir voru við lúðuveiðar, einkum
undan Vest fjörðum, á árunum 1884–1897; sbr. Jóhann Diego Arnórsson (2010).
193 Vatnshöfðavatn.
194 Meyjará.
195 Nefnast Kleifar einu nafni.
196 Ferjað var frá Meyjarseli yfir í Skaufasel norðan megin og var svo meðan búið var
á báðum bæjunum.
197 Bjarnarfjarðareyrar.