Strandapósturinn - 01.06.2012, Qupperneq 93
93
Klukkan rúmlega fimm fórum við frá tjaldi. Þokufýla og
rigning. Niður dalinn ber alls staðar [á] gömlum jökulleifum,
holtabörðum og ísnúnum klöpp um. Rústirnar sjást enn af
Kirkjubóli. Kirkjugarðurinn var að sögn utar við ós inn229 en er nú
brotinn af í vatnavöxtum. Við Kirkjuból er mest um laugarn ar.230
Hér að norðanverðu eru tvær og renna lækir frá báðum gegnum
sand grafninga.231 Grafningur í mýri milli klappa æðimikið vatn,
leir í botni spýtist upp í öðrum enda í botninum sem hver en er
bara uppspretta, í efsta gati hiti 53°, í næsta fyrir neðan 50°. Þar
litlu fyrir neðan koma upp á einum stað sjö til átta bólur – allt
kastar leir upp og ca. einn og hálfur faðmur á milli þeirra. Aust ar,
nær bænum í sömu línu, annar grafningur með laug í enda. Hiti
þar 51°. Hér og eins hjá efri lauginni koma staurar fram í
sandinum. Fyrir ca. 60 árum náði jökullinn hér alveg út að
mórenunni,232 og er það í elstu manna minni, en hefir síðan alltaf
dregist til baka og gjörir það enn.
Við fórum ekki í Þaralátursfjörð sökum illviðris en urðum á
bænum. Eldri hús hér um slóðir eru hlaðin úr torfi með binding
af rekatrjám á milli en nú er byggt svo að innan er þiljað bæði
útihús og önnur af staurum lögðum hverjum ofan á annan utan
um grindina en hlaðnir svo moldarveggir utan um. Timbur hér
ekkert á fjörunni rétt fyrir framan bæinn en verður meira þegar
frá dregur af því örðugra hefir verið að sækja það. Hér eins og
víðast hvar á Ströndum mjög óþrifalegt kringum bæinn, engin
stétt, allt for og vaxið upp rof og annað upp með bæjarveggjunum
svo gluggarnir eru niður við jörð. Hér er á vetrum smíðað ýmislegt,
amboð, kirnur, sáir og svo framvegis, og selt, einkum farið með
það á vetrum að Ísafjarðardjúpi.
Hér er nú ljóta tíðin, komið undir ágústlok og hvergi hirtur
kapall233 af túni. Fátæklingar fá ekki ögn úr kaupstað svo útlitið er
illt. Úr víkunum sunnan við Látrabjarg234 og víðar hér á Ströndum
er eigi hægt að koma líkum til kirkju á vetrum og eru þau þá
229 Hér er „ósinn“ stytting á nafni árinnar, Reykjarfjarðarós, en ekki átt við ósinn úti
við strönd ina.
230 Ein þeirra nefnist Kirkjubólslaug.
231 Reykjarfjarðarós hefur greinilega fært sig til norðurs á þeirri liðlegu öld sem liðin
er því nú eru allar laugarnar sunnan við ána.
232 Jökulgarður.
233 Kapall þýðir hér hestburður eða tvær sátur.
234 Hér misritun fyrir Hornbjarg.