Strandapósturinn - 01.06.2012, Side 89
89
um strendur. Mest er hér reimt á vetrum þegar ísinn liggur því þá
komast afturgöngur og annað illt á ísnum úr öðrum héruðum
hingað. Segja þær mjög leiðinlegt að vera hér og vildu gjarnan
annars staðar vera þar sem samgöngur væru betri og þó eru þær
hér upp aldar.205
23. ágúst. Hvasst og skúrir um morguninn; við lágum í tjaldi
í nótt; varð seinna betra. Vegur héðan í Reykjarfjörð liggur
upp botn dálítinn upp af bænum er gengur til norðvesturs
upp að Geirólfsgnúp og verður þar lágt skarð yfir. Hér er mjög
hrjóstrugt kringum Skjaldabjarnarvík og eins og hér nyrðra allur
gróður smávaxinn. Varla nokkurs staðar í Strandasýslu enn búið
að hirða tún og nú fara hausthretin bráðum að koma. Með slíku
harðæri og dýrtíð er naumlega mögulegt að fólk hér á fátækustu
bæjum geti lifað næsta vetur.
Riðum upp Norðdal. Það er mjög reglulegur botn, fremsta
brún hans of urlítið hærri206 en miðbik botnsins. Þar eru engjar
nokkrar og á207 í hlykkjum sem riðið er eftir. Síðan farið upp
háls208 heldur vondan veg blautan. Skaflar í brúnum, svo flatt
uppi í skarðinu, síðan hallar niður að Sigluvík. Héðan sást í besta
veðri alveg norður á Horn og öll fjöll á milli, múli fram af múla og
Kálfs tindur209 fremst á bjargi, afarhátt við Barðsvíkurskörð. Síðan
niður í Sigluvík, lítil vík. Sést jökulvatn með landi að sunnanverðu
við Reykjarfjörðinn. Reki mikill; þar eru fjárhús hlaðin úr
eintómum bjálkum, lítil sem engin mold, stór hús, grindur í
botni, nóg í timburhús af við. – Fyrir utan Ávík210 fannst fyrir
205 Minnisgrein (III, bls. 122): „Grímur bóndi í Skjaldabjarnarvík, nýdáinn (fyrir ca.
tveimur árum), gekk á gamla búningnum, stuttbuxum hnepptum, háum sokkum,
vesti, úlpu, hatt úti, skotthúfu inni. Nú eru dánir þeir er gengu í þessum gamla
búning, en nokkrir lifðu hér norður frá fyrir eigi löngu.“ Grímur var Jónsson, f.
1798, d. 1884.
206 Upphækkun í mynni dalsins nefnist Þröskuldar og Norðdalsáin fellur gegnum þá
eftir Þröskuldagljúfri.
207 Norðdalsá.
208 Sigluvíkurháls eða Skjaldarvíkurháls.
209 Nefnist réttu nafni Kálfatindar og notar Þorvaldur þá mynd örnefnisins síðar (sjá
bls. 103 og 104). Lengi vel stóð Kálfatindur á öllum prentuðum kortum en það er
rangt.
210 Hér er líklega átt við bæi í Trékyllisvík með þessu nafni.