Strandapósturinn - 01.06.2012, Blaðsíða 111
111
Seinna sá til sólar og varð allgott veður. – Halli í fjallinu fyrir
ofan Meyjar nesið glöggur ca. 4° til suðausturs. – Hlaða hér með
líku lagi og á Reykhólum, fjárhús við hana. – Hvergi haldið blað á
Ströndum nema í Ófeigsfirði og í Bjarnarnesi. – Suðurendi
Drangajökuls frá Drangahálsi N87°V.
Um kl. 12 fór eg frá Dröngum. Jón Pétursson328 þaðan varð
samferða, veðrið fór batnandi og varð heiðríkja og sólskin.
Vondur vegur, klif og klappir, út með þangað til farið er upp í
hálsinn. Af hálsinum útsjón yfir jökulinn sem liggur eins og
mjallahvít fannbunga á heiðunum. Jökullinn nær ei mjög langt
suður fyrir Drangaháls og sáum við suðursporðinn. Þar norður af
smá-atlíðandi jökulbunga og sýnist hún vera einna hæst á jöklinum
og hallar norður að Hrollaugsborg en þá hækkar aftur og kemur
minni bunga að sjá, nefnilega Hljóðabunga og klettaborg í henni
neðarlega lík Hrollaugsborg. Hverfur þessi bunga héðan að sjá
undir Miðmundahorn uppi hjá Fossadalsheiði. Gekk all greiðlega
niður Drangahálsinn að sunnan af því gott var veðrið. Drangarnir
eru eflaust myndaðir svo að fjallið hefir verið utan til hátt en
eggþunnt efra og í því eru margir gangar og hefir vatn í giljum
skorið sig niður beggja megin og helst fylgt göngunum þangað til
fjallið var gegnskorið og stóðu strýtur eftir. Enn þá sjást tilsýndar
gangamenjar í Drangaskörðunum.
Riðum fyrir Skerjasundsmúlann að Engjanesi. Þar fékk eg
bambuslegg hjá Drangavíkurbónda329 sem var að slá þar í kring.
Slæjur þessar að sjá varla ljá berandi og ólíkt er lélegri jurtagróður
hér í syðri fjörðunum en hinum nyrðri. Á eyrunum fyrir norðan
mynnið á Eyvindará fann eg baunagrösin, sem Eggert Ólafsson talar
um, vaxandi í sandinum en aðeins ein jurt var í blóma.330 Riðum ána
neðst og var varla í kvið. Illt að koma hestunum um Básana út við
Eyvind arfjörðinn að sunnan. Liggur við beinbroti í sumum
klifjunum. Hvalá lítil, fullt af sel hér fyrir framan á skerjunum. Kom
að Ófeigsfirði kl. rúmlega 7 um kvöldið og var um nóttina. Gott
veður til kvölds og tjölduðum við til að þurrka tjaldið og farangurinn.
328 Sonur Péturs Magnússonar á Dröngum og bróðir Guðmundar Péturssonar er bjó
þar fram yfir aldamót. Jón bjó síðan í Stóru-Ávík.
329 Friðrik Jóhannesson.
330 Eggert Ólafsson (1975), bls. 291. Þarna er baunagras enn mjög áberandi.