Strandapósturinn - 01.06.2012, Side 106
106
Stórhrikalegt, fallegt hér á Horni, sér yfir alla Hafnarvíkina.
Hafnarbás er fjörðurinn allur kallaður milli bjarga. Inni í
Höfninni er slétta, falla ár niður í skeifuna, Víðisá,307 Torfdalsá,
þar riðið upp á Hafnarfjall með henni, Gljúfurá, Kýrá (í Kýrdal).
Þær falla allar í Ósinn.308 Kýrskarð upp yfir Kýrdal niður í Látravík.
Ósinn stór austanvert í Höfninni, langt frá sjó malarkambur309
auð séður. Í Barðsvík munnmæli að akkerislega hafi verið við
Staðarhól310 sem er nú töluvert frá sjó þar sem farið er yfir ósana.
Roksandur nokkur í Höfninni. Þar er myndað landið í hlé af
sjóargangi. Við sjóarrok haustið 1879311 kom svo mikill sandur
upp að allri austurströnd Hafnarbássins að ganga mátti frá Horn-
kletti og út í Hafnarnes,312 hvergi sást steinn upp úr og eru þó
víðast stórir steinar upp úr, allt stórgrýti vanalega. Haustið eftir
tók sandinn burtu. Þetta norðanrok gekk um allt land (fréttir frá
Íslandi). Þurrkaðist burt allur viður hér við ströndina hjá Horni
inn undir Hafnarsandinn, smár viður og grjót fór hér upp á tún
undir brekkur fast. Sjór gekk upp að bæ í Bjarnarnesi, upp fyrir
klett ana.
Eftir miðjan dag birti upp og varð sólskin. Var þá ljómandi
fagurt að sjá hér yfir Höfnina fjöllum gyrta á alla vegu,
Hælavíkurbjarg þverhnípt niður í sjó undir sólu með sínum
reglulegu skvompum, Festarskörðum og Hvannadal, svo Rekavík
og Höfnin inn af. Hafnarsandurinn að framan hár og bunguvaxinn
og lægra bak við. Skipalegan er hér í vesturhorni flóans út af
Hafnarbæ. Fjöllin mjallahvít ofan í miðjuna, svört og dimmblá að
neðan, hafið hvítglitrandi fyrir utan. Þó sólskin sé er kalt og
ekkert þiðnar í fjöllum, frost þar uppi. Hér gæti vel verið fagurt
stæði fyrir fiskiþorp, ágæt og rúmgóð höfn og góður botn, fisk ur
nógur fyrir utan fyrir þilskip, í viðlögum nóg björg í Björgunum.
307 Venja að nefna hana Víðirsá.
308 Hafnarós.
309 Hafnarsandur.
310 Staðarhóll er austan megin í Barðsvík undir Grjótskál.
311 Mikið suðvestanrok var 10. desember 1880. Norðan aftakagarð gerði 9. janúar
1881 og þá varð hafís landfastur. Þó keyrði um þverbak í norðanáhlaupi 29.–
31. janúar 1881. Þorvaldur hefir farið ártalavillt ef ekki hefur meira skolast til.
Norðanrokið, sem Þorvaldur minnist á, er vafalaust í janúar 1881.
312 Hafnarnes er utan við Höfn vestan megin og því hefði verið eðlilegra að segja
„inn“ í Hafn arnes.