Strandapósturinn - 01.06.2012, Blaðsíða 19

Strandapósturinn - 01.06.2012, Blaðsíða 19
19 á Steingrímsfirði um vorið, sjómannadag og smáhlé var byrjað að gera klárt fyrir smásíldarveiðarnar. Tveir bátar voru notaðir við þessar veiðar: Gunna, sem var skektan hans Mumma, og Héðinn, sem var trilla sem Hrólfur Guðmundsson og Þorsteinn Guðbjörnsson áttu. Hét áður Farsæll í eigu Jóhanns Jónssonar skíðakóngs. Hilmir var svo móðurskipið sem notað var þegar mikið lá við er taka þurfti meira en 50 tunnur í ferð. Kúnstin að sjá mórilluna Allt snerist um að finna síldina sem kom upp að landinu og voru yfirleitt tveir eða fleiri á svokölluðum útkikk þegar dólað var með landi. Ekki var síldin vaðandi nema í örfá skipti og fólst kúnstin í því að sjá „mórilluna“, sem svo var kölluð, en þar sem síld er undir yfirborði sjávar má sjá brúna slikju, en glampinn á sjónum og gárur trufla stundum þessa sýn. Þetta er því þónokkur kúnst og menn misflinkir að sjá mórilluna. Magnús Ingimundarson virtist hafa „arnarsjón“ og var því sjálfkjörinn „nótabassi“ en hann stjórnaði ávallt þegar kastað var. Oftast var nótabassinn á þakinu á trillunni en síðar tókum við tæknina í lið með okkur og notuðum „labb-rabb“ tæki við þetta. Þá gat Maggi verið uppi um holt og hæðir í landi og stjórnað okkur við köstin. Mórillan af síldinni sást oft mun betur þegar hærra var komið. Þegar kallið kom frá Magga var farið með annan enda nótarinnar, sem var í Héðni, upp undir land og var Gunna notuð til þess. Nótinni var síðan kastað úr Héðni út fyrir síldina og reynt var að ná bug út fyrir torfuna og var stefnan síðan tekin að landi með djúpendann. Þegar nótinni var að fullu kastað þurfti oft að draga hana nær landi til að tryggja að hún botnaði. Til að halda torfunni inni í bugnum þurfti að nota „skilmi“ en skilmir er sérstakur fiskur úr tré með blýi á öðrum endanum en band í hinum. Var honum kastað fyrir síldina til að halda henni inni í nótinni og hann síðan dreginn til baka og kastað aftur og aftur til að halda síldinni inni í nótinni. Síðan voru endarnir á nótinni færðir saman og búinn til hringur um síldartorfuna og hún læst inni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.