Strandapósturinn - 01.06.2012, Qupperneq 68
68
9. ágúst. Fórum frá Tröllatungu alfarið niður til Húsavíkur. Þar
niður eftir bergholta-randir, halli út, á milli mýrar og flóar. Þar
sem fjallendi Tungufjalls er lækkaður og genginn út að sjó er
surtarbrandurinn í gili við Húsavík fast við veginn.54 Söfnuðum
þar. Vorum í tjaldi um nóttina; bærinn hér óþrifalegur og með
taugaveiki.
10. ágúst. Kalt um nóttina og hvasst, rigning á milli, fjöllin öll
grá af snjó um morguninn, barometrið að falla. Kuldanepja nú
í viku á norðan, stendur af ísn um, þerrirlaust og illt fyrir alla.
Krapahríð, versta veður. Við vorum við steingjörvingana allir
blautir og út svínaðir af leir og for. Við lukum þó við að safna í tvo
kassa og ábætir á einn og slá þá til.
Tókum okkur upp klukkan hálf-átta um kvöldið og riðum að
Víðidalsá. Á leiðinni eintóm fell aflöng með stefnu sem dalirnir,
brot af hallandi lögum til austurs svo fellunum hallar öllum til
austurs en eru þverhnípt til vesturs; víðast hvar ísnúið land og
stórkostlegir roches moutonnées,55 kúpur og hnúðar. Hin um
megin fjarðar hallar alltaf jafnt og þétt jarðlögunum út á við til
austurs 5°, hvergi óregla á því.
11. ágúst. Kalt veður en nokkurn veginn hreinn himinn, hvít
fjöllin í norðri, Trékyllisheiði56 og svo framvegis. Eg hálf-lasinn
um morguninn.
Fórum kl. 12 frá Víðidalsá inn með, eintóm fell, einkennileg
með hallandi lögum til norðausturs, ísnúið mjög, hvilftir og
dældir milli. Komum að Kálfa nesi;57 póstur nýfarinn um, engin
bréf til mín. Þar fyrir vestan sömu fellin. Hjá Ósi er hvilft inn í og
flóar flatir í þessari hringmynduðu höfn sem áður hefir verið
sævarbotn. Milli Víðidalsár og Kálfanes[s] terrass alla leið.
Komum við á Hróbergi. Þar fyrir innan hallast lögin austanvert
við Staðardalinn 8° til norðurs og rauð lög (líklega tuff) á milli
eins og hér er víða. Þar beygir Steingríms fjörður til suðurs, þó
54 Þessi staður heitir Húsavíkurkleif og er á náttúruminjaskrá vegna steingervinga
sem þar finn ast. Gegnum Kleifina fellur Kleifarlækur.
55 Hvalbök, ísnúnar, bungulaga, sléttar klappir.
56 Trékyllisheiði er frá Bólstað í Steingrímsfirði að Kjós eða Kúvíkum við Reykjar-
fjörð.
57 Hólmavík er byggð úr Kálfaneslandi.