Strandapósturinn - 01.06.2012, Síða 68

Strandapósturinn - 01.06.2012, Síða 68
68 9. ágúst. Fórum frá Tröllatungu alfarið niður til Húsavíkur. Þar niður eftir bergholta-randir, halli út, á milli mýrar og flóar. Þar sem fjallendi Tungufjalls er lækkaður og genginn út að sjó er surtarbrandurinn í gili við Húsavík fast við veginn.54 Söfnuðum þar. Vorum í tjaldi um nóttina; bærinn hér óþrifalegur og með taugaveiki. 10. ágúst. Kalt um nóttina og hvasst, rigning á milli, fjöllin öll grá af snjó um morguninn, barometrið að falla. Kuldanepja nú í viku á norðan, stendur af ísn um, þerrirlaust og illt fyrir alla. Krapahríð, versta veður. Við vorum við steingjörvingana allir blautir og út svínaðir af leir og for. Við lukum þó við að safna í tvo kassa og ábætir á einn og slá þá til. Tókum okkur upp klukkan hálf-átta um kvöldið og riðum að Víðidalsá. Á leiðinni eintóm fell aflöng með stefnu sem dalirnir, brot af hallandi lögum til austurs svo fellunum hallar öllum til austurs en eru þverhnípt til vesturs; víðast hvar ísnúið land og stórkostlegir roches moutonnées,55 kúpur og hnúðar. Hin um megin fjarðar hallar alltaf jafnt og þétt jarðlögunum út á við til austurs 5°, hvergi óregla á því. 11. ágúst. Kalt veður en nokkurn veginn hreinn himinn, hvít fjöllin í norðri, Trékyllisheiði56 og svo framvegis. Eg hálf-lasinn um morguninn. Fórum kl. 12 frá Víðidalsá inn með, eintóm fell, einkennileg með hallandi lögum til norðausturs, ísnúið mjög, hvilftir og dældir milli. Komum að Kálfa nesi;57 póstur nýfarinn um, engin bréf til mín. Þar fyrir vestan sömu fellin. Hjá Ósi er hvilft inn í og flóar flatir í þessari hringmynduðu höfn sem áður hefir verið sævarbotn. Milli Víðidalsár og Kálfanes[s] terrass alla leið. Komum við á Hróbergi. Þar fyrir innan hallast lögin austanvert við Staðardalinn 8° til norðurs og rauð lög (líklega tuff) á milli eins og hér er víða. Þar beygir Steingríms fjörður til suðurs, þó 54 Þessi staður heitir Húsavíkurkleif og er á náttúruminjaskrá vegna steingervinga sem þar finn ast. Gegnum Kleifina fellur Kleifarlækur. 55 Hvalbök, ísnúnar, bungulaga, sléttar klappir. 56 Trékyllisheiði er frá Bólstað í Steingrímsfirði að Kjós eða Kúvíkum við Reykjar- fjörð. 57 Hólmavík er byggð úr Kálfaneslandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.