Strandapósturinn - 01.06.2012, Blaðsíða 42

Strandapósturinn - 01.06.2012, Blaðsíða 42
42 Þegar hann var horfinn inn, litum við hvor á aðra og hlógum, þóttumst hafa unnið frækilegan sigur í þessari orrustu og kviðum framtíðinni í engu. Fólkið fór að tínast út úr hótelinu satt og ánægt, en okkar magar voru léttir, aðeins morgunkaffið og brauð í þeim. Settust allir hver í sitt sæti og satt var það hjá bílstjóranum að ekkert þeirra var autt. Horfðu svo farþegar forvitnir á er bílstjórinn hlóð nokkrum póstpokaskjöttum aftan við sætið sitt. Benti hann okkur síðan að koma inn og setjast, sem við gerðum fúslega glaðar og brosandi. Ekki var nú sætið stöðugt, við urðum að ríghalda okkur í bílstjórasætið, ég með vinstri hendi og Veiga með þeirri hægri. Hófst nú ferðin. Þeir sem fóru veginn suður fyrir 60 árum þurftu sannarlega ekki að láta sér leiðast, þeir gátu sem best talið allar beygjurnar, krókana og lykkjurnar sem á veginum voru. Við sátum svo neðarlega á gólfinu að við sáum ekki hvort næsta beygja var til hægri eða vinstri, urðum að lesa það út úr hnakkasvip elsku bílstjórans, það var eina útsýnið sem við höfðum. Þetta hefði ekki verið sem verst ef strákar sem sátu í næsta sæti aftan við okkur, hefðu ekki alltaf sparkað neðri pokunum fram, svo stundum lá við að við snöruðumst aftur af. Hún bjargaði okkur vestfirska þrjóskan, við vorum ákveðnar í að lafa í sætisbakinu, jafnvel þótt við sætum í lausu lofti stund og stund. En það var ekki ástúðlegt augnaráðið sem strákarnir fengu þegar við vorum að hagræða posunum aftur undir rössunum á okkur. Svo var það þetta með pilsin, svo að segja allt kvenfólk gekk í pilsum og kápum, og sokkunum sem óhjákvæmilega fylgdu þeim búningi, var haldið uppi með sokkaböndum að framan og aftan, eins og tískan heimtaði og menn sjálfsagt muna. Við höfðum alveg nóg að gera með lausu hendinni að halda pilsunum á hnjákollunum svo alls velsæmis væri gætt, svo sannarlega hefði mátt vera búið að finna upp sokkabuxurnar þá. Svona hristumst við upp og niður, runnum til vinstri og til hægri, til hægri og til vinstri. Ætluðum alveg að missa af sætisbakinu og missa pilsin of hátt á leiðinni upp brekkurnar en föðmuðum bæði sæti og bílstjóra á leiðinni niður. Loks, eftir margar eilífðir, var komið til Blönduóss. Það var forljótt þorp og samanstóð af moldarkofum og útihúsum í einum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.