Strandapósturinn - 01.06.2012, Síða 76

Strandapósturinn - 01.06.2012, Síða 76
76 heiðar. Snjóflóð falla hér oft á vetrum og bera með sér grjót sem nú liggur stráð um allan dalinn. Háheiðablær er hér á öllum mýrum í dalnum. – Riðum síðan niður dal og skildu bændur við okkur á Kleifum. Fórum út fyrir Kaldbaksbæ. Þar hár terrass fram með ströndinni fram hjá Spena108 og mótar fyrir honum langtum lengra, fram hjá næsta bæ,109 þó í brot um. Há snarbrött fjöll110 út með en þó dálítið undirlendi fyrir neðan, líklega abrasionsterrass.111 Riðum fyrir ofan Byrgisvík og inn með Veiðileysu, þar fremur vondur vegur, síðan utan í bröttum skriðum og niður að sjó fyrir klif sem þykir illt, Veiðileysuklif,112 hamrar í sjó fram sem særinn hefir nagað skvompur inn í. Í sævarmáli þar klöpp á annan veg, hinum megin sjór, stór grýtisurð og illar klappir, ófært um flóð, einkum ef brim er. Jakob Thoraren sen113 fór fyrir ofan. Þar fyrir utan tekur við terrass inn í fjarðarbotn mjög reglulegur. Á honum, nokkuð fyrir innan klifið, klappir með einkennilegum hellisskútum nöguðum af sjó er hann náði svo hátt. Lög hér á leiðinni frá Kaldbak sýnast hallast út og suður. Fórum fram hjá Veyðileysubæ og upp háls- inn.114 Þar illur vegur, fullt af mýrum og fúadýjum, kafhlaup, sneiddum þó holtin. Örmjór fjallhryggurinn utar.115 Komum kl. 8 eftir miðdegi í Kúvíkur og vorum um nóttina. 17. ágúst. Um kyrrt á Reykjarfirði, er að búast til norðurferðar. Jakob Thorar ensen mesti dugnaðarmaður, hefir verslun, útveg og bú. Harðindin ætla hér alla að drepa, eitt með verstu sumrum er menn muna. Sífelld þoka, rigning og kafald stanslaust í sumar. – Þoka í fjöllum en þurrt. 108 Heitir fullu nafni Kolbeinsvíkurspeni og eru merkin milli Kolbeinsvíkur og Kaldbaks um svonefnda Spenaþúfu hæst á honum. 109 Kolbeinsvík. 110 Hér er greinilega átt við Byrgisvíkurfjall. Sléttlendið austan undir því nefnist Skeið. 111 Rofhjalli. 112 Nefnist oftast Veiðileysukleif eða Veiðileysuófæra en stundum Byrgisvíkurkleif eða Byrgis víkurófæra. Þorvaldur nefnir Veiðileysukleif í minnisgrein (III, bls. 137). 113 Jakob Thorarensen (1830–1911), kaupmaður á Kúvíkum. Hann var sonur Þórar- ins Thor arensens, verslunarstjóra á Kúvíkum, og tók við af honum 1854 en keypti verslunina 1861 og rak hana til æviloka (Jón Guðnason (1955), bls. 451–452). 114 Veiðileysuháls. 115 Þorvaldur á hér greinilega við fjallið Kamb.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.