Strandapósturinn - 01.06.2012, Side 70
70
pollunum víða og koma upp bólur; hreint vatn, fannst mér samt
saltbragð dálítið. 70 álnum innar minni klöpp, sandur og
basaltrusl samtengt af [… litum]65 terrass, ca. 30 álnir á lengd og
tvær til þrjár á breidd. Sunnan við þessa hvermynd[un], þar sem
hveravatnið streymir niður í sjó, eru ótal sprungur í basaltinu
uppfylltar paa kryds og paa tværs en uppkoma vatnsins er eftir
sprungu með norðurstefnu sem syðri hver irnir. Auðsén sprunga
og myndunin hærri öll að neðan við sprunguna og á
hrúðurmynduninni margir hrúðurkarlar – breiddin hér á
terrassinum aðeins ca. tvær álnir, hærri sprungubarmur að vestan.
Heitavatnsuppkoma aðeins syðst, tvö göt er úr streym[ir á] enda
sprungunnar. Hiti 77½°.
Riðum svo yfir hamra og kleifar að Hafnarhólmi, svo að
Gautshamri sem er rétt þar fyrir austan. Vorum nokkurn tíma að
leita að steingjörvingum. Tjöld uðum loks við steingjörvingagilið
þar sem Flink safnaði.66
13. ágúst. Þoka og fýla eins og vant er. Söfnuðum í einn
og hálfan kassa stein gjörvingum. Fórum eftir miðjan dag í
Margrétarfell og skoðaði surtarbrand sem þar er mikill. Síðan
fórum við austur hálsinn að Gunnarsstaðagróf,67 svo niður með
henni og síðan upp á Bæjarfell.
Frá Bæjarfelli sést yfir hálsinn eða heiðina68 alla milli
Steingrímsfjarðar og Bjarnarfjarðar, hið efra dældamynduð heiði,
slétt, nærri mishæðalaus og auð sjáanlega eins og nýlega komin
undan jökulnúningi. Þar eru mörg vötn, héðan tel eg yfir 20 og
þó margar tjarnir ótaldar. Langstærst eru Urriðavötn upp af
65 Illlæsilegt.
66 Gil þetta nefnist Landamerkjalækur og er skammt utan við kirkjugarðinn upp
af Stekkjarvík í landi Gautshamars. Lækurinn er á merkjum milli Drangsness og
Gautshamars. Gustaf Flink (1849–1931) sænskur maður. Hann kom til Íslands
1883 og safnaði steintegundum og stein gervingum. Kom aftur árið 1893. Gus-
tav Georg Winkler (1820–1896) ferðaðist um Ísland sumarið 1858 og kom þá í
Steingrímsfjörð. Hann mun hafa farið upp í Gunnustaðagróf og þar heitir í dag
einn fossinn Vinkilsfoss. Nafn þetta gaf Guðmundur G. Bárðarson sumarið 1917
(Winklersfoss). Surtarbrandurinn, sem Þorvaldur lýsir á svæðinu frá Arnkötludal,
um Trölla tungu, Húsavík, Margrétarfell að Gunnustaðagróf, er allur samtíma og
um 10 milljón ára gam all.
67 Heitir réttu nafni Gunnustaðagróf. Þar var surtarbrandsnáma á millistríðs-
árunum og er vegar slóði að henni upp frá Fiskinesi.
68 Bjarnarfjarðarháls. Reyndar eru mörg nöfn á hálsinum.