Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 67

Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 67
67 7. ágúst. Söfnuðum í einn kassa af steingjörvingum uppi í árgilinu. Riðum svo í Arnkötludal, komum við í samnefndum bæ og að Vonarholti. Grösugur dalur, ávöl fjöll hamralaus að kalla, grasi vaxin, mýraflóar og grasbrekkur. Undir Svarthamri46 í holti surtarbrandur, ei fossilia,47 þrjú surtarbrandslög, halli til austurs 20–25°, rauðleitur grófur leir og tuff48 milli. Þetta er við lítið gil.49 Hinum megin gil en öll full af snjó kringum Hrafnabjörg50 sem eru beint á móti. Riðum upp fjallið að vestanverðu, þar er grösugt og flóar fúnir innan um. Gekk upp í gil sunnan við Hrafnabjörg. Það var allt neðra fullt af snjó og getur vel verið að þar séu steingjörvingar en ofar háar rauðar leirskriður. Grófum þar í og er leirinn rauðleitur með bollum og hvítur á milli í einu lagi, mjög feitur og límkenndur. Sprungið fyrir neðan Hrafnabjörg, hólar og hrúgur einkennilegar vaxnar gulum mosa. Neðar í dalnum ísrákir og mórenur.51 Komum að Tungu kl. 9 um kvöldið og hafði þá verið rigning og fýla seinni hluta dags. 8. ágúst. Sunnudagur. Kalt veður, dimmt loft, 4° C. Var í kirkju52 hér við messu. Fórum seinna upp í gil og lukum við að safna.53 46 Svarthamar heita klettar í austurhlíð Arnkötludals um 1–2 km fyrir framan Vonar- holt. 47 Steingervingar. 48 Gosaska (túff). 49 Líklega átt við Svarthamarslæk sem er utan við Svarthamar. 50 Hrafnabjörg eru vestan megin í Arnkötludal gegnt Svarthamri. Gilin nefnast Fremra- og Heimra-Hrafnabjargagil og eru sitt hvorum megin við björgin. 51 Jökulruðningur. 52 Kirkjan í Tröllatungu var aflögð árið 1909. Fells- og Tröllatungusóknir voru sameinaðar árið 1906 en ný kirkja reis ekki fyrr en 1909 í Kollafjarðarnesi. 53 Minnisgrein (III, bls. 139–140): „Lof sé guði vor lausn er gjörð. Í þann veg syngur sætt sál ugur dýrðar andi hins dána er hér hvílir en það er Árni son Ólafs Hafliða- sonar mikilmennis, fæddur ár 1829, fékk uppfóstur í foreldrahúsum á Hafnar- hólmi og Drangsnesi hvar hann varð fulltíða og mikilmenni. Átti þar eftir við einni persónu velmetinni þrjú börn efnileg er svo heita: Jónatan, fæddur 1857, Guðbjörg 1864, Benedikt 1866. Var Árni vel metinn af þeim er elskuðu dyggð, hann var guðrækinn, trúfastur, hollur og trúr í verkum. Tólf ár þénti hjá Torfa á Kleifum við útibú hans á Vatnshorni. Ár 1881 um vorið fékk hann húsnæði á Heiðarbæ. Veikt ist hann þá von bráðar. Tók hann mót kvilla með trúarhendi og gaf sig á vald guði. Enti svo ævi 11. júní með orðstír góðan.“ Sbr. Jón Guðnason (1955), bls. 309.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.