Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 77

Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 77
77 „Hvað er hórdomslegt viðmót? Allrahanda útvortis merki, sem auglýsa það óskamfeilna hjarta, hvert sem heldur er augna eða andlits bragð, líkams ósæmi leg opinberan, klæðadragt ósæmileg, lauslætis kossar, dansar, vikivakar og þessháttar.“ Ponti, Hólum 1781, p. 65, sbr. p. 67.116 18. ágúst. Af stað frá Reykjarfirði kl. 2½. Besta veður, albjart, fallegt við fjörðinn. Að sunnanverðu Kambarnir,117 þverhnípt egg að ofan með nálarodd um upp úr, svo Veiðleysuháls, Háafell með stórum botnum118 og þverhníptum hömrum og Strýta austar. Að norðan yst Örkin, svo Sætrafjall, þá háls sem far inn er yfir að Árnesi.119 Komum við á bænum Reykjarfirði eftir að hafa farið fram hjá bænum Kjós. Í Reykjarfirði fallegt, fjöll tignarleg og mjög grænt upp eftir að snjó. Þar býr Friðrik nokkur beykir og dóttir Thorarensens.120 Thorarensen fylgdi okkur frá kaupstaðnum dálítinn spöl. – Fyrir utan Reykjarfjarðarbæ dálítið trachyt, gangur af trachyt,121 og þar líka basaltgangur. Utar, út undir Naustavík,122 tölu vert trachyt í fjallinu og eflaust víðar. Líka segir Ögmundur Sigurðsson að trachyt-blettur sé fyrir utan kaupstað að sunnan- verðu, miðja vegu út að Kömb um. Slæmur vegur út undir Naustavík en þó versnar stórum þar fyrir utan. Sætrafjall hrikalegt fyrir ofan, þverhníptar hamrasyllur beint upp ein 1000 fet. Fyrir utan Naustavík fyrst yfir höfða,123 svo vík,124 116 Þorvaldur hefur fært þessa klausu inn í bókina áður en hann ritar færslu fyrir 17. ágúst og hefur hún því áreiðanlega ekkert með dvöl hans á Kúvíkum að gera. „Ponti“ (Pontoppidan, Erik (1781)), barnalærdómskver kennt við höfundinn, síðast gefið út á Hólum 1781. 117 Heitir Kambur, í eintölu. 118 Hér er líklega átt við Háafellsdal. 119 Göngumannaskörð og Naustvíkurskörð. 120 Friðrik Söebeck og kona hans, Karólína Fabína Jakobsdóttir Thorarensen. Þau bjuggu í Reykjarfirði frá 1883 (Jón Guðnason (1955), bls. 462–463). Þórbergur Þórðarson getur um heimsókn sína í Reykjarfjörð í Íslenskum aðli og er honum Karólína Fabína sérstaklega minn isstæð. 121 Á hér líklega við Hrafnabjörg sem er þykkur líparítgangur og hefur verið sprengt úr honum fyrir akveginum. 122 Nefnist Naustvík. Hér getur Þorvaldur átt við bæinn Naustvík eða samnefnda vík niður af bænum. 123 Naustvíkurhöfði. 124 Ytri-Naustvík.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.