Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 12
12 Kristian Guttesen ræðir við Kristján Kristjánsson
segjum: „Við getum kennt ykkur svolítið um aristótelíska menntaheimspeki og
gefið ykkur almenn ráð en þið verið að laga þau að aðstæðum ykkar,“ verða margir
vonsviknir. Þeir hafa vonað að við kæmum færandi hendi með tilbúna fyllingu í
tómarúmið sem hentaði jafn vel í Argentínu eða Sádí-Arabíu og í Bretlandi. En
málið er ekki alveg svo einfalt …
Mannkostamenntun er sveigjanleg íhlutun og mjög áhrifarík, þegar best lætur,
en hún krefst aðstæðubundinnar vitsmunadygðar, phronesis, ef hún á að ganga
upp. Ég var í fátækrahverfi í Argentínu í júní [2018], í skóla sem reynt er að halda
uppi í niðurníddri verksmiðjubyggingu í hverfi dópsala, hórmangara og ólöglegra
innflytjenda. Þegar ég var beðinn um töfralausn gat ég lítið sagt annað en að
vandamálið hér virtist ekki skortur á mannkostum hjá skólabörnunum heldur
fátækt og vosbúð í nærsamfélaginu og spilling í fjærsamfélaginu.
Okkur hefur tekist að ná góðum árangri með mannkostamenntun í ýmsum
skólum í ýmsum löndum og einnig í siðfræðikennslu fyrir verðandi fagfólk. Við
höfum gefið út aragrúa af fræðilegum greinum sem sýna þetta. Kennarar og for-
eldrar eru mjög jákvæðir; yfir 90% lýsa yfir stuðningi við starf okkar í skoðana-
könnunum í Bretlandi, til dæmis. Við njótum velvildar heimspekinga og (margra)
félagsvísindamanna, ekki síður í Bandaríkjunum en í Bretlandi enda lengri hefð
fyrir mannkostamenntun þar. En því er ekki að neita að mannkostamenntun er
ögn aðþrengd í pólitíska litrófinu og sætir tortryggni, bæði frá hægri og vinstri.
Í Bandaríkjunum kemur gagnrýnin aðallega frá vinstri og snýst um að mann-
kostamenntun persónugeri félagsleg vandamál: vilji „lappa upp á“ brotin börn
fremur en að bæta félagslegu aðstæðurnar sem hafa brotið þau niður. Þetta er
skiljanlegt, því að mannkostamenntun í Bandaríkjunum á sér íhaldssamar rætur
og var endurvakin af William Bennett, sem var menntamálaráðherra í Reagan-
stjórninni. Í Bretlandi kemur gagnrýnin meira frá hægri enda hefur mannkosta-
menntun verið á stefnuskrá Verkamannaflokksins frá því snemma á 20. öldinni þó
að lítið færi lengi fyrir neinni framkvæmd. Michael Gove, fyrrum menntamála-
ráðherra Íhaldsflokksins, telur mannkostamenntun hluta af því sem hann kallar
„the Blob“: samsæri vinstrisinnaðrar menntaelítu sem vill troða tilfinningaþvælu
inn í skólastofuna, falda í nýjum og nýjum Trójuhestum, til að grafa undan hefð-
bundnum kennslugreinum og akademískum kröfum.
Hvor tveggja gagnrýnin er byggð á ranghugmyndum, a.m.k. að svo miklu
leyti sem hún beinist gegn okkur í Jubilee-stofnuninni. „Ópólitísk“ eða „einstak-
lingsvædd“ mannkostamenntun væri algjör þversögn frá aristótelísku sjónarhorni;
Aristóteles yrði fremur sakaður um að „stjórnmálavæða“ mannkostamenntunina
um of, ef eitthvað er. Og það er út í hött að halda að Jubilee Centre sé í her-
för gegn hefðbundnum kennslugreinum og akademískum kröfum. Við leggjum
mikla áherslu á rækt við vitsmunadygðir og hefðbundið þekkingarnám þó að við
teljum að eingöngu siðferðisdygðir geti léð lífi okkar rétta stefnu. Við viljum ekki
breyta skólanámi í agalausa Hálsaskógarleiki í anda Rousseaus.
Við nutum þess glópaláns að Nicky Morgan, fyrrum menntamálaráðherra
Íhaldsflokksins, fékk af óskýrðum ástæðum svo mikinn áhuga á mannkosta-
menntun að hún skrifaði sjálf bók um efnið og vitnaði óspart í Jubilee Centre.
Hugur 2019-Overrides.indd 12 21-Oct-19 10:47:01