Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 176
176 Steinunn Hreinsdóttir
í stöðugri víxlverkun tiltekinna orða við flókin tengsl baklægra aðstæðna. Þessi
tvöföldun merkingar er eins konar ferlisfyrirbæri eða líkamleg-málleg samfella
(e. somatic-semantic).36 Hið undirskilda má einnig skilja með skírskotun til inn-
sæisþekkingar (e. intuition) í ljósi heimspeki Bergsons,37 en innsæisþekkingin
tilheyrir hinum ómælanlega tíma og innra flæði sjálfsins, óháð skynsemi og rök-
hugsun og er forhugtakaleg.
Að mínu mati leitast Irigaray við að fanga hið undirskilda í heimspeki sinni,
hina líkamlegu merkingu sem hefur skotist undan í vestrænni heimspekilegri
hefð. Í heimi fyrirbæra verðum við fyrir áreiti og bregðumst jafnan við því áður
en ígrundun og málgjörðir koma til. Irigaray leggur áherslu á skynjunina sem fer
á undan skilningi okkar og hugmyndum um heiminn. Ákveðin andleg virkni
er því til staðar í líkamanum, einhver forhugtakaleg og verufræðileg virkni sem
er staðsett (e. situated), bundin staðveru og kynstöðu hverju sinni. Þessi andlega
virkni er tengd hrifnæmi milli tveggja, tengd hinu ósagða og ókomna, mismun-
inum sjálfum sem leyfir einstaklingum að verða til, þökk sé ferlinu fram og til
baka milli sjálfs síns, hins, hlutarins eða heimsins.38 Heimspeki Irigaray miðar
að því að endurnýja merkinguna sem tekur hliðsjón af kynjamismun og flæði
reynslunnar, þ.e. ósamhverfum og tilfinningalegum tengslum sjálfsverunnar við
aðra og umheiminn.
Reynslan og hin skynjaða merking er alltaf undirliggjandi þáttur málnotkunar,
sem þýðir að með sífellt nýrri reynslu hins stundlega endurnýjast merkingin í takt
við tímann sem líður. Irigaray trúir því að unnt sé að komast handan (hlutlægrar)
orðræðu, kynjatvíhyggju og kyngervis, en leiðin liggur gegnum líkamann og hið
skynjandi sjálf sem fer á undan tungumálinu. Irigaray víkur frá hefðbundnum
hugmyndum um kyngervi og kynjatvíhyggju að því leyti að með mismunarhugs-
un sinni leitast hún við að skapa menningu tveggja, samtal mismunar (e. dialogue
of difference)39, þar sem kynin geta skipst á skoðunum án þess að þær séu fyrir fram
úthugsaðar, deilt ólíkum upplifunum sínum og nálgast hvort annað á ferskan
og fordómalausan hátt. Þannig skerpir samtalið vitund og hefur að mínu mati
ákveðið meðferðar- og sköpunargildi, þ.e. sem leið til þess að víkka út merk-
inguna og fleyta henni áfram. Irigaray er sammála Lacan um að sjálfsveruleikinn
verði til í tungumálinu, en hún telur hins vegar að handan margra setlaga merk-
inga og kenninga og í krafti líkamlegrar gagnrýnnar hugsunar sé hægt að finna
hið skynjandi, forætlandi og hugsandi sjálf. Með því að hlusta á líkamann og
hið undirskilda, baklægar aðstæður vitsmunalegrar þekkingar, er unnt að fleyta
merkingunni áfram í átt að nýrri merkingu og dýpri sannleika sem samræmist
betur reynslu okkar af veruleikanum. Reynslufyrirbærafræði (e. experiential phen-
omenology), hugtak sem víða hefur verið notað hjá femínistum og tengist hinu
aðstæðubundna sjónarhorni, hverfist einmitt um að orða hið óorðaða og skynjaða,
segja hvað okkur finnst í rauninni hér og nú. Ég tel að bæði Irigaray og Gendlin
36 Gendlin 1992.
37 Bergson 1988.
38 Irigaray 2013: 158–159.
39 Irigaray 2002: vii.
Hugur 2019-Overrides.indd 176 21-Oct-19 10:47:12