Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 62
62 Klas Grinell
sótti sér þaðan líflækni sinn, Georg Ibn Bakhtishu, sem á m.a. að hafa þýtt fjölda
bóka úr grísku á arabísku að boði al-Mansurs.60
Upp úr 650 festi ráðandi valdaætt hins nýtilkomna íslamska ríkis, Úmmajadar,
sig í sessi í Damaskus. Aðstæður kröfðust þess að bæði væri haldið í þá grískumæl-
andi stjórnendur sem fyrir voru og í grísku sem stjórnsýslumál fyrir hið nýja, víð-
feðma ríki. Um árið 700 voru þar embættismenn á borð við Sargun ibn Mansur
sem þýddu stjórnsýslutexta yfir á arabísku. Því til viðbótar voru einnig þýddir
grískir furstaspeglar, þ.e. konungsskuggsjár eða kennslurit í meðferð ríkisvalds,
og líka það sem álitið var vera bréfaskipti Aristótelesar og Alexanders mikla. Í
Egyptalandi og Sýrlandi-Palestínu var algengt að nota grísku sem viðskiptamál
langt fram á 8. öld og ýmiss konar samningar og samþykktir á því svæði voru
samin á bæði arabísku og grísku. Á hinn bóginn er óvíst hvort nokkur fræðirit
eða heimspekiverk hafi verið þýdd úr grísku á arabísku á valdatíma Úmmajada.61
Í söguritum hefur gjarnan verið fjallað um Hús viskunnar, Bayt al-hikmah, í
Bagdad sem miðstöð þýðinga úr grísku á arabísku og sem fyrirmyndardæmi um
stuðning við vísindi og heimspeki innan íslams.62 Seinni tíma rannsóknir hafa
þó leitt í ljós að það sé snúið að finna nokkrar upplýsingar um Bayt al-hikmah í
samtímaheimildum. Frekar en að vísa til einhverrar tiltekinnar stofnunar virð-
ist nafnið vera þýðing á heiti Sassanída yfir bókasafn. Þegar Abbasídar stofnuðu
Bagdad og gerðu að höfuðborg sinni tóku þeir upp þá hefð Sassanída að starf-
rækja bókasafn eða einhvers konar þjóðskjalasafn sem hluta af stjórnsýslu- og
skriffinnskukerfi sínu. Af þeim sökum er heldur óáhugavert að reyna, eins og svo
margir hafa gert, að skera úr um hvor kalífinn hafi stofnað Vísdómshúsið, Harun
al-Rashid (763–809) eða al-Mamun (786–833).63
Eftir því sem kristni breiddist út um Rómaveldi tók einnig að gæta aukinna
kristinna áhrifa í hellenskri menningu. Fram á miðja 6. öld breyttist hin heiðna
menning smám saman í kristna menningu og hugmyndaheim. Yegane Shayegan
(1937–2007) lýsir því sem þekkingarfræðilegum hvörfum þegar hugmynd hellen-
ismans um að tíminn fylgdi hringrás vék fyrir línulegri og sögulegri tímatúlkun.
Tilhneiging kristinna manna til að þrengja að siðvenjum heiðingja hafði einnig
annars konar áhrif á heimspekina. Í Alexandríu var kristinn söfnuður sem gerði sér
far um að ráðast á heiðin hof og ofsækja heiðna kennara og nemendur. Til dæmis
var kvenheimspekingurinn Hypatia (370–415) myrt af múgi kristinna munka eins
og kunnugt er. Ammoníus (435/445–517/526), sem fór fyrir heimspekiskólanum í
Alexandríu um aldamótin 500, neyddist til að undirrita samkomulag við Aþan-
asíus II. páfa af Alexandríu. Hart var sótt að heiðinni heimspeki og Ammoníus
var knúinn til þess að láta af ritskýringum á samræðum Platons, sem í túlkun
Proclusar (412–485), kennara Ammoníusar, voru settar í samhengi við heiðna fjöl-
60 Ibid., 29 o.áfr. og Henry Corbin, History of Islamic philosophy (London: Kegan Paul International/
Islamic Publications, 1993 [1964]), 15 o.áfr.
61 Dimitri Gutas, Greek thought, Arabic culture, 23 o.áfr.
62 Sjá t.d. Majid Fahkry, „Philosophy and History“, í Philosophy, dogma and the impact of Greek
thought in Islam, ritstj. Majid Fakhry (Aldershot: Ashgate, 1994), 86.
63 Dimitri Gutas, Greek thought, Arabic culture, 54 o.áfr.
Hugur 2019-Overrides.indd 62 21-Oct-19 10:47:05