Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 62

Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 62
62 Klas Grinell sótti sér þaðan líflækni sinn, Georg Ibn Bakhtishu, sem á m.a. að hafa þýtt fjölda bóka úr grísku á arabísku að boði al-Mansurs.60 Upp úr 650 festi ráðandi valdaætt hins nýtilkomna íslamska ríkis, Úmmajadar, sig í sessi í Damaskus. Aðstæður kröfðust þess að bæði væri haldið í þá grískumæl- andi stjórnendur sem fyrir voru og í grísku sem stjórnsýslumál fyrir hið nýja, víð- feðma ríki. Um árið 700 voru þar embættismenn á borð við Sargun ibn Mansur sem þýddu stjórnsýslutexta yfir á arabísku. Því til viðbótar voru einnig þýddir grískir furstaspeglar, þ.e. konungsskuggsjár eða kennslurit í meðferð ríkisvalds, og líka það sem álitið var vera bréfaskipti Aristótelesar og Alexanders mikla. Í Egyptalandi og Sýrlandi-Palestínu var algengt að nota grísku sem viðskiptamál langt fram á 8. öld og ýmiss konar samningar og samþykktir á því svæði voru samin á bæði arabísku og grísku. Á hinn bóginn er óvíst hvort nokkur fræðirit eða heimspekiverk hafi verið þýdd úr grísku á arabísku á valdatíma Úmmajada.61 Í söguritum hefur gjarnan verið fjallað um Hús viskunnar, Bayt al-hikmah, í Bagdad sem miðstöð þýðinga úr grísku á arabísku og sem fyrirmyndardæmi um stuðning við vísindi og heimspeki innan íslams.62 Seinni tíma rannsóknir hafa þó leitt í ljós að það sé snúið að finna nokkrar upplýsingar um Bayt al-hikmah í samtímaheimildum. Frekar en að vísa til einhverrar tiltekinnar stofnunar virð- ist nafnið vera þýðing á heiti Sassanída yfir bókasafn. Þegar Abbasídar stofnuðu Bagdad og gerðu að höfuðborg sinni tóku þeir upp þá hefð Sassanída að starf- rækja bókasafn eða einhvers konar þjóðskjalasafn sem hluta af stjórnsýslu- og skriffinnskukerfi sínu. Af þeim sökum er heldur óáhugavert að reyna, eins og svo margir hafa gert, að skera úr um hvor kalífinn hafi stofnað Vísdómshúsið, Harun al-Rashid (763–809) eða al-Mamun (786–833).63 Eftir því sem kristni breiddist út um Rómaveldi tók einnig að gæta aukinna kristinna áhrifa í hellenskri menningu. Fram á miðja 6. öld breyttist hin heiðna menning smám saman í kristna menningu og hugmyndaheim. Yegane Shayegan (1937–2007) lýsir því sem þekkingarfræðilegum hvörfum þegar hugmynd hellen- ismans um að tíminn fylgdi hringrás vék fyrir línulegri og sögulegri tímatúlkun. Tilhneiging kristinna manna til að þrengja að siðvenjum heiðingja hafði einnig annars konar áhrif á heimspekina. Í Alexandríu var kristinn söfnuður sem gerði sér far um að ráðast á heiðin hof og ofsækja heiðna kennara og nemendur. Til dæmis var kvenheimspekingurinn Hypatia (370–415) myrt af múgi kristinna munka eins og kunnugt er. Ammoníus (435/445–517/526), sem fór fyrir heimspekiskólanum í Alexandríu um aldamótin 500, neyddist til að undirrita samkomulag við Aþan- asíus II. páfa af Alexandríu. Hart var sótt að heiðinni heimspeki og Ammoníus var knúinn til þess að láta af ritskýringum á samræðum Platons, sem í túlkun Proclusar (412–485), kennara Ammoníusar, voru settar í samhengi við heiðna fjöl- 60 Ibid., 29 o.áfr. og Henry Corbin, History of Islamic philosophy (London: Kegan Paul International/ Islamic Publications, 1993 [1964]), 15 o.áfr. 61 Dimitri Gutas, Greek thought, Arabic culture, 23 o.áfr. 62 Sjá t.d. Majid Fahkry, „Philosophy and History“, í Philosophy, dogma and the impact of Greek thought in Islam, ritstj. Majid Fakhry (Aldershot: Ashgate, 1994), 86. 63 Dimitri Gutas, Greek thought, Arabic culture, 54 o.áfr. Hugur 2019-Overrides.indd 62 21-Oct-19 10:47:05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.