Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 99

Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 99
 Að læra að vera frjáls 99 útgáfu samrýmist hins vegar viðurkenningu á því að menn séu breyskir og geri ýmislegt gegn betri vitund.33 Í seinni hluta kaflans um sjálfstjórn í annarri útgáfu Ritgerðarinnar rökræðir Locke möguleika manna á að láta skynsemi ráða því hvað gerir þeim órótt og hvað ekki. Einkum beinir hann athyglinni að möguleikum hugans á að fresta því að uppfylla langanir sínar. Um þá möguleika segir hann meðal annars: Í þessu virðist fólgið það sem er (að ég held með óheppilegu orðalagi) kallað frjáls vilji. Því, meðan því er frestað að fullnægja löngun, áður en viljinn ákvarðar athöfn, og athöfnin (sem fylgir ákvörðuninni) er fram- kvæmd, þá gefst tækifæri til að rannsaka, skoða og dæma um hvað gott og hvað illt felst í því sem við erum í þann mund að gera; […] og það er ekki ágalli á náttúru okkar, heldur fullkomnun, að langa, vilja og breyta í samræmi við lokaniðurstöðu úr heiðarlegri athugun.34 Því fer svo fjarri að þetta hindri eða minnki frelsi okkar, að þetta er þvert á móti það sem bætir það og lætur það orka til góðs; það er ekki skerðing á frelsinu heldur það sem gefur því tilgang og notagildi; því meira sem á vantar að við stjórnumst með þessum hætti, þeim mun meiri er eymd okkar og ánauð. […] það er jafn mikil fullkomnun í því fólgin, að löngun og mátturinn til að taka eitt fram yfir annað stjórnist af því hvað gott er, eins og í því að máttur til athafna stjórnist af viljanum; og því öruggari sem þessi stjórnun er, þeim mun meiri er fullkomnunin. Ef við stjórn- uðumst af öðru en lokaniðurstöðu eigin hugar, sem dæmir um hvað gott og hvað illt felst í hverri athöfn, þá værum við ekki frjáls.35 Þótt Locke hafni því að vilji manns sé frjáls í bókstaflegum skilningi, heldur hann fram kenningu um innra frelsi sem kemur í staðinn fyrir frjálsan vilja og talar því um tvenns konar frelsi. Önnur gerðin er í því fólgin að geta gert það sem maður sjálfur vill og hin er í því fólgin að vilji manns stjórnist af hans eigin skynsemi. Til að vera fyllilega frjáls þarf sem sagt tvennt að koma til: að viljinn stjórni verkunum og að vitið stjórni viljanum. Locke heldur þó fast við það að stjórn viljans þýði ekki að menn taki ákvörðun að vild um hvað þeir skuli vilja, enda leiðir það til vítarunu. Hún þýðir fremur að menn geti tamið sér venjur sem verða til þess að sá óróleiki sem knýr fastast á leiði til breytni sem er í samræmi við skynsamlegt mat á hvað er til góðs. Sumt í vangaveltum Lockes um þessi efni er óljóst og torskilið. Það er til dæmi ekki skýrt hvort og hvernig menn geta tekið ákvörðun um að fresta því að láta undan löngun. Samuel C. Rickless telur að Locke hafi álitið hverja frestun vilja- verk sem er knúið fram af einhverjum óróleika.36 Þessi túlkun kemur til greina og hún er leið til að komast hjá þeirri vítarunu sem við blasir ef gert er ráð fyrir 33 Chappel 2007, Magri 2000. 34 Locke 1959: II:xxi:§48. 35 Locke 1959: II:xxi:§49. 36 Rickless 2013. Hugur 2019-Overrides.indd 99 21-Oct-19 10:47:07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.