Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 131

Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 131
 Hvað er þöggun? 131 tónleikum. Tilgátan er fremur sú að tjáning geti verið þögguð niður að því leyti að hún sé af nauðsyn ófær um að hafa þann áhrifamátt sem til stendur. Tilraun til tjáningar getur aldrei tjáð í raun það sem henni er ætlað að tjá. En fljótt á litið er þessi hugmynd svolítið furðuleg. Er til þöggun sem felst bara í skertum áhrifamætti orðanna en ekki í því að komið sé í veg fyrir að orðin séu sögð? Hafa orðin sjálf ekki merkingu og bera þau þá ekki áhrifamátt sinn í sjálfum sér? Ef það er tilfellið er frekar erfitt að skilja í hverju þessi tegund þöggunar getur falist. Í þessari grein færi ég rök fyrir tiltekinni kenningu um þöggun af þessu tagi. Vert er að benda á að þótt klám sem viðfangsefni sé lagt til hliðar, þá er þöggun ljóslega áhugaverð í sjálfri sér og skýtur líklega upp kollinum í alls konar kringum- stæðum og félagslegum hópum. Vel má vera að kerfislægur rasismi, svo dæmi sé tekið, felist að hluta til í því að tilteknar málgjörðir (e. speech acts) tiltekinna kynþáttaðra hópa (e. racialized groups) séu þaggaðar niður.1 Almennt séð kann undirokun lægri stétta í gefnu þjóðfélagi – leiguliðar, þrælar, hinir ósnertanlegu, verkamenn, fólk í hjálendum eða nýlendum, o.s.frv. – einnig að felast sumpart í því að tjáning þeirra sé þögguð niður með svipuðu móti. Þessi grein er því tilraun til að þróa og færa rök fyrir kenningu um þöggun sem slíka, óháð því hvort og þá hvernig hennar sér stað í sögu eða nútíma. Lauslega áætlað má greina tvo meginstrauma í rannsóknum heimspekinga í þessum efn- um. Annars vegar hafa Rae Langton (1993) og Jennifer Hornsby (1995) sett fram kenningu sem byggir á venjuhyggju í anda J.L. Austin (e. Austinian conventional- ism) um eðli málgjörða og unnið mikið brautryðjendastarf. Hins vegar, og nokkru síðar, hefur Ishani Maitra (2009) leitt að því rök að ætlunarhyggja úr smiðju Pauls Grice (e. Gricean intentionalism) sé betur í stakk búin til að fanga eðli þöggun- ar. Ég færi rök fyrir því að þótt tillögur Maitra kveiki mikilsvert skilningsljós, þá sé hvorug kenninganna alls kostar rétt. Nánar tiltekið veitir lýsing Maitra á gangverki mannlegra samskipta mun betri innsýn í það hvernig kerfislægur galli eða löskun gangverksins geti verðskuldað heitið „þöggun“. Samt sem áður gæti reynst erfitt út frá kenningu hennar að útskýra þöggun til fullnustu, vegna þess að fyrirbærið sem Langton og Hornsby höfðu upprunalega í huga átti að vera þess eðlis að tiltekinn tjáningarmáti væri þolendunum gjörsamlega ófær með öllu. Hugmyndin var sú að ekkert það sem mælandinn gæti aðhafst fengi mögulega flokkast, til dæmis, sem höfnun. Í þessari grein útskýri ég kenningarnar tvær í stuttu máli og lýsi svo nánar því sem kenningasmiðina greinir á um. Frumspekilega undirstöðu ætlunarhyggjunn- ar fremur en venjuhyggjunnar tel ég um margt traustari og því er ekki úr vegi að kanna hvort dytta megi að henni svo hún geti gagnast okkur við að skilja upp- runalega hugmynd Langton og Hornsby. Í lok greinarinnar leiði ég rök að því að kenningar heimspekinga og sálfræðinga um dulin viðhorf og hinn brotakennda 1 Sally Haslanger (2000) skilgreinir „kynþáttaða“ félagslega hópa í grófum dráttum sem hópa þar sem félagsleg staða einstaklinganna ýmist batnar eða versnar á grundvelli skynjaðra eða ímynd- aðra líkamlegra eiginleika. Ennfremur sé það viðtekin hugmynd í samfélaginu að téðir eiginleikar gefi til kynna sameiginlegt ætterni þeirra sem hópnum tilheyra. Hugur 2019-Overrides.indd 131 21-Oct-19 10:47:09
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.