Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 14

Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 14
14 Kristian Guttesen ræðir við Kristján Kristjánsson kollega og nemendur hefur verið svo einstök og algjör í gegnum árin að hún hefur sundrað tíma hans til að ota eigin tota. Þegar ég fékk bráðgreindan en húðlatan og mátulega geggjaðan doktorsleiðbeinanda í Bretlandi, sem aldrei skrifaði staf sem athugasemd við nein drög sem ég sýndi honum, og ég var að örvinglast, bar ég mig upp við Mike sem settist niður og vann dögum saman, án nokkurs endurgjalds, við að betrumbæta ritgerðina með ítarlegum athugasemdum og mál- farsbótum. Hann er sannarlega einn af mestu velgjörðarmönnum mínum í lífinu og ég fæ aldrei endurgoldið honum maklega. Hefur hann fengið riddarakrossinn, Kristian? Ef ekki, þá er það þjóðarskömm. Ég fékk aldrei neina kennara betri en þessa þrjá í framhaldsnáminu ytra. Sá sem komst næst því, með nákvæmni sinni og alúð, var Andrew Mason, nú prófessor við Háskólann í Warwick.  Að námi loknu hef ég svo vitaskuld kynnst mörgum snjöllum heimspekingum, sem ekki kenndu mér beint heldur óbeint með fordæmi sínu og persónulegum vinskap. Ég vil þar sérstaklega nefna David Carr, föður aristótelískrar mennta- heimspeki, og Terry McLaughlin, sem ég fæ að segja þér meira frá síðar í þessu viðtali, vona ég. Nú hefur þú dvalið í Bretlandi síðan 2012, þú ert ritstjóri virts tímarits um mennta- heimspeki, Journal of Moral Education, og hefur á síðustu árum birt færri greinar á íslensku en áður. Í ákveðnum skilningi ertu „brottfluttur“ og ef til vill ekki á heimleið í bráð? Fylgist þú með rannsóknum á þínu áhugasviði á Íslandi, áttu í samstarfi við íslenska rannsakendur? Er slíkt samstarf mikilvægt? Já, ég hef ekki haft tíma til að skrifa um heimspeki á íslensku í langan tíma. Það er vissulega synd. Íslenskan er svo dásamlega krefjandi heimspekitungumál. En ég hafði íslenska doktorsnema úr HÍ sem ég hélt áfram að leiðsegja eftir að ég flutti út. Ég hef líka komið heim í nokkra daga á hverju ári til að kenna á vinsælu námskeiði hjá Endurmenntun HÍ. Síðan var Siðfræðistofnun HÍ svo vinsamleg að skipuleggja ráðstefnu um heimspeki mína á vordögum 2017. Því miður er ég ekki í beinu samstarfi við íslenska rannsakendur sem stendur en ég held óbeinum tengslum við marga heima og talsverður hópur íslenskra fræðimanna og doktors- nema hefur sótt ráðstefnur okkar í Jubilee Centre hér í Bretlandi. Það er svolítið hjákátlegt að þegar vitnað er í siðfræði mína heima er það oft í tengslum við nytjastefnu sem ég er talinn helsti talsmaðurinn fyrir meðal íslenskra heimspekinga. Þetta er fyndið; það myndi enginn kannast við þessa lýsingu á mér utan landsteinanna enda er ég prófessor í dygðafræðum og mannkostamenntun! Ástæðan fyrir þessu er sú að það fór í taugarnar á mér á sínum tíma hve nytja- stefnan var mikið afbökuð í umræðu heima og sætti ósanngjarnri gagnrýni. Dæmi um þetta eru sögurnar um sjúklinginn sem tekinn er í varahluti eða fituhlunkinn og stjórnlausa járnbrautarvagninn: sögur sem allir heimspekimenntaðir þekkja. Það er fullkomlega óskiljanleg túlkun að sjálfum sér samkvæmur nytjastefnu- maður myndi fórna sjúklingnum eða hrinda fituhlunknum fyrir vagninn. Þessir blórabögglar eru á allt öðru áhættusvæði í lífinu en einstaklingarnir sem þeir eiga að bjarga og það myndi vitaskuld draga úr heildarhamingju heimsins, þegar til lengri tíma er litið, ef fólki á lágum áhættusvæðum væri fórnað fyrir fólki á háum. Hugur 2019-Overrides.indd 14 21-Oct-19 10:47:01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.