Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 10

Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 10
10 Kristian Guttesen ræðir við Kristján Kristjánsson ingarheimspeki“ andspænis „meginlandsheimspeki“: skipta slíkir merkimiðar einhverju máli? Er ekki bara til góð eða slæm heimspeki? Varðandi breytt viðhorf til heimspeki, þá er ég ekki viss um að yngsta kynslóð íslenskra heimspekinga geri sér grein fyrir því hve mikillar lýðhylli heimspeki naut heima síðasta aldarfjórðung 20. aldar. Það var varla haldin ráðstefna um neitt svo fjarskylt efni að ekki væri kallað á heimspeking til að ræða hina „heimspekilegu hlið“ málsins. Fyrst voru þetta frumherjarnir þrír, sem ég segi þér betur frá síðar, og síðan heimspekingar af minni kynslóð. Lengst komst ég, held ég, á þessari braut þegar ég féllst á að halda erindi um „siðfræði samgöngubóta“ á ráðstefnu sem Steingrímur Joð stóð fyrir sem samgönguráðherra, ef ég man rétt. Menn horfðu málþola og dolfallnir á spekina renna upp úr mér, en auðvitað hafði ég ekki hundsvit á þessu efni. Smám saman tapaði heimspekin þessari forréttinda- stöðu. Nýir tískustraumar tóku við: jákvæð sálfræði, kynjafræði og alls kyns önnur fræði sem talin voru geta veitt „almenna sýn“ á afmörkuð viðfangsefni. Ég verð að viðurkenna að ég grét þurrum tárum yfir því þegar boðum fækkaði á allar þessar óheimspekilegu ráðstefnur þó að sumu leyti væri gaman að hinum margbreyttu mannlegu samskiptum. Sumt af þessu var verulega vandræðalegt, eins og þegar ég lenti í beinni útvarpsútsendingu um eitthvert hinna heimspekilegu hliðarefna og spyrjandinn spurði af svo „yfirgripsmikilli vanþekkingu“, eins og Þorsteinn Gylfason hefði orðað það, að ég gat ekki svarað nema út í hött til að lítillækka ekki viðmælandann. Þú mátt ekki misskilja mig, Kristian sæll. Ég er mikill talsmaður heimspeki fyr- ir almenning og vitaskuld kitlaði það hégómagirnd mína og annarra af fyrstu og annarri kynslóð íslenskra heimspekinga þegar við auglýstum opinbera fyrirlestra og fylltum sali af áheyrendum sem námu hvert spaklegt orð sem fram gekk af munni okkar. Við vorum Jordan Peterson okkar tíma (þó vonandi betri heim- spekingar en hann!). Þetta hefði aldrei getað gerst í Bretlandi þar sem heimspeki hefur alltaf verið stunduð í fílabeinsturnum. En það er hætta á að heimspekiiðkun af þessu tagi breytist í einbera helgileiki, „ritúöl“. Mikið af þessu fyrirlestrafári heima var líka hreinræktuð einstefnumiðlun. Áheyrendum gafst sjaldan tækifæri til að efla eigin gagnrýna hugsun og siðvit með uppbyggilegum samræðum. Á ferli þínum hefur þú meðal annars látið þig varða siðferðilegt uppeldi barna og heimspeki menntunar. Hvernig fékkstu áhuga á þessu efni og hvaða áhrif væntir þú að núverandi rannsóknir þínar og samverkamanna við Jubilee-rannsóknarmiðstöðina fyrir mannkosti og dygðir við Háskólann í Birmingham muni geta haft? Þetta er stór spurning, Kristian, og ég verð því að gefa þér ögn flókið og langt svar. Ég skrifaði meistara- og doktorsritgerðir í St. Andrews á sviði stjórn- málaheimspeki: nýja greiningu á frelsishugtakinu. En ég var svo óheppinn að um þetta leyti, í kringum 1990, snerist öll stjórnmálaheimspeki meira og minna um átökin milli tilkallsréttlætis í anda Nozicks og skiptaréttlætis í anda Rawls. Alvöru stjórnmálaheimspeki átti að vera „normatíf“ og greining á hugtökum var talin úrelt. Ég spurði hvað réttlæti merkti eiginlega í munni venjulegs fólks, t.d. hvernig það tengdist hversdagslegum hugmyndum um verðskuldun sem börn á Hugur 2019-Overrides.indd 10 21-Oct-19 10:47:01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.