Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 78

Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 78
78 Eyjólfur K. Emilsson Með öðrum orðum er Plótinos að halda því fram að úr því að til eru hlutir – reyndar hlutirnir á hinu skynjanlega sviði – sem eru að hluta til einkenndir af slæmleika eins og hann hefur verið skilgreindur, þá hlýtur slæmleiki sem slíkur einnig að vera til. Eins og O’Meara bendir á23, þá eru rök Plótinosar fyrir þessari fullyrðingu um tilvist óútþynnts slæmleika, sem birtist í undanfarandi línum, ósannfærandi. Aftur á móti þarfnast hann ekki þessara raka til að halda fram tilvist svo hreins slæmleika: hann er þegar, og meira eða minna á sjálfstæðum forsendum, skuldbundinn tilvist efnisins; efnið eins og hann hugsar sér það ein- kennist í eðli sínu af öllum þeim neikvæðu afmörkunum sem hann hefur fundið til að skilgreina slæmleika. Þannig að samsömun hins slæma við efnið er eðlilegt skref. Ef við samþykkjum að Plótinos stígi þetta skref, verðum við að fallast á tilvist óútþynnts slæmleika. Sjálf hugmyndin um óútþynntan slæmleika, sem kennt er um annan tilfallandi slæmleika, skiptir hins vegar höfuðmáli fyrir kenningu Plótinosar um slæmleika. Röksemdafærsluna sem ég hef verið að eigna honum má taka saman á eftirfar- andi hátt: Það sem er slæmt er það sem vantar eiginleikana sem gera eitthvað að góðum verum og þetta reynist vera það sama og gerir verur að lélegum verum. Með samsömun slæmleika við efnið er hann þar að auki að segja að til sé stig neðan við stig lélegra vera, ef svo mætti segja, stig sem er svo lágt að í tilviki þess er ekki hægt að tala um neina veru yfirhöfuð. Með hliðstæðum hætti gætum við sagt um mann að hann sé svo vonlaus í öllu sem viðkemur bifvélavirkjun að hann sé alls enginn bifvélavirki. Ennfremur vill hann meina að þessu grunnstigi óútþynnts slæmleika sé að kenna um allt annað sem slæmt er. Efnið/slæmleiki sem orsök slæmleika í líkömum Er með góðu móti hægt að segja að efnið sé slæmt? Opsomer færir rök fyrir því að slæmleiki sé í raun og veru sjálfstæður eiginleiki, en efnið hjá Plótinosi, verandi eiginleikalaust, óvirkt, hrein vöntun eða fjarvera, geti ekki verið slæmt og geti því ekki verið orsök neins. Hann stillir málinu upp á svofelldan hátt: En ef efnið er alveg óvirkt og eiginleikalaust – ef það skortir háttsemi og önnur snotur einkenni – þá er engin ástæða til að kalla það slæmt. Ef það hefur enga eiginleika, þá getur það ekki haft neina slæma eiginleika. Ef það gerir ekkert, þá getur það ekki gert neitt rangt.24 Schäfer er næstum því sammála, því hann viðurkennir að efnið sé ekki slæmt í sjálfu sér, heldur aðeins slæmt í áhrifum sínum.25 Opsomer26 leggur til hugs- 23 O’Meara 1999: 109–110. 24 Opsomer 2007: 180. 25 Aftur á móti greinir Schäfer og Opsomer á svo um munar, að því leyti að sá fyrrnefndi telur að Plótinos sé heldur ekki þeirrar skoðunar að efnið sé slæmt í sjálfu sér, en því er Opsomer ósam- mála. Ég er viss um að Opsomer hefur rétt fyrir sér um það. 26 Opsomer 2007: 183. Hugur 2019-Overrides.indd 78 21-Oct-19 10:47:05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.