Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 110

Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 110
Hugur | 30. ár, 2019 | s. 110–119 Hannah Arendt Við flóttafólk1 Til að byrja með viljum við ekki vera kölluð „flóttafólk“. Sjálf köllum við hvort annað „aðkomufólk“ eða „innflytjendur“. Dagblöðin okkar eru blöð fyrir „þýskumælandi Bandaríkjamenn“, og að minni vitund er ekki og hefur aldrei ver- ið til félag fólks sem kennt er við flótta eftir að hafa verið ofsótt af Hitler. Áður fyrr var flóttafólk einstaklingar sem leita þurftu hælis vegna þess sem þeir gerðu eða pólitískrar skoðunar sem þeir höfðu. Það er svo sem rétt að við höfum þurft að leita hælis, en við höfum ekkert gert og flestum okkar hefur aldrei komið til hugar að hafa róttæka skoðun á einu eða neinu. Með tilkomu okkar hefur merking orðsins „flóttafólk“ breyst. „Flóttafólk“ er nú þau okkar sem eru svo ólánsöm að koma til nýs lands og þurfa að þiggja hjálp frá flóttamannastofn- unum. Áður en þetta stríð braust út vorum við enn viðkvæmari fyrir því að vera nefnd flóttafólk. Við gerðum allt sem í valdi okkar stóð til þess að sanna fyrir öðrum að við værum einungis hefðbundnir innflytjendur. Við lýstum því yfir að við hefð- um flutt af fúsum og frjálsum vilja til landa að okkar vali og þvertókum fyrir að aðstæður okkar hefðu nokkuð með „svokallaðan gyðingavanda“ að gera. Já, við vorum „innflytjendur“ eða „aðkomufólk“ sem hafði flutt frá heimalandi sínu vegna þess að einn góðan veðurdag hentaði það okkur ekki lengur að vera um kyrrt, eða alfarið af efnahagslegum ástæðum. Við vildum byggja líf okkar upp á nýjum grunni, það var allt og sumt. Að byggja líf sitt upp að nýju krefst styrks og bjartsýni. Þannig að við erum afar bjartsýn. Bjartsýni okkar er einmitt aðdáunarverð, þó við segjum sjálf frá. Saga baráttu okkar er loksins kunn. Við misstum heimili okkar, og þar með hvarf kunnugleiki daglegs lífs. Við misstum störf okkar, og þar með trúna á að við séum til einhvers gagns í þessum heimi. Við misstum tungumál okkar, og þar með náttúruleg við- brögð, einfaldleikann sem felst í líkamstjáningu, tilgerðarlausa tjáningu tilfinn- inga. Við skildum ættingja okkar eftir í pólskum gettóum og bestu vinir okkar voru drepnir í útrýmingarbúðum, og þar með varð rof í einkalífi okkar. 1 Grein þessi birtist fyrst í tímaritinu The Menorah Journal árið 1943. Tímaritið var stofnað árið 1915 í New York og var því ætlað að efla húmanísk gildi innan gyðingdómsins og styðja við veraldlega menningu gyðinga á ensku. (Neðanmálsgreinar eru athugasemdir þýðanda.) Hugur 2019-Overrides.indd 110 21-Oct-19 10:47:08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.