Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 88

Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 88
88 Eyjólfur K. Emilsson spurningar: Er sálin sem einhvers er ábótavant ekki bara sál sem er vís til að bresta dómgreind? Hví ekki einfaldlega að viðurkenna að slík sál er á vissan hátt slæm? Að segja að þeim sé „ábótavant“, í stað þess að kalla þær „slæmar“, kann að virðast lítið annað en orðhengilsháttur. Plótinos kann að eiga í fórum sínum svör við þessari gagnrýni. Í þessu sambandi þurfum við ekki að hafa of miklar áhyggjur af því í nákvæmlega hverju það felst að sál sé ábótavant. Óhætt er að gera ráð fyrir að þeim sálum sem líkamnast á jörðu sé, fyrir líkamninguna, meira ábótavant en sálum stjarnanna eða ólíkömnuðum sálum. Sú hlýtur að vera skýringin á því að þessar sálir sökkva dýpra og líkamnast á jörðu. En út af fyrir sig, þ.e. fyrir líkamningu sína eða án tillits til hennar, er ekki víst að þær séu flæktar í neitt slæmt á borð við dómgreindarbrest né yfirhöfuð líklegar til slíkrar hegðunar: í því ástandi eru þær ekki aðþrengdar af efninu. Hvernig gæti Plótinos útskýrt að sumum sálum tekst að frelsa sig á meðan aðrar sitja fastar í svaðinu? Í grundvallaratriðum er ekkert sem útilokar að sumar sálir séu „aðþrengdari“ en aðrar. Raunar gefur Plótinos það sjálfur í skyn: „Og ástríðurnar eru sterkari vegna meiri blöndunar við líkama og ástríður sums fólks eru sterkari en annars“ (sjá I.8.30–31). Svo haldið sé áfram á þessum nótum, þá ber ekki að skilja þetta sem svo að líkaminn hafi raunveruleg áhrif á hina skyni gæddu sál, sumar þeirra meira en aðrar, en vegna hans og á endanum vegna efnisins verð- ur hin ófrjálsa, skynuga sál fyrir sífelldu áreiti af líkamanum, sumar þeirra meira en aðrar, með þeirri afleiðingu að sálin verður upptekin af því og kemur ekki auga á hinn valkostinn, það að snúa sér að sjálfri sér og því sem er fyrir ofan hana. Við höfum hér sömu aðstæður sem áður var lýst með dæminu af vísindakonunni aðþrengdu Það fylgdi þeirri samlíkingu að sálarþrengslin hafa ekki í för með sér neina varanlega breytingu á sálinni. Það að sumir fremur en aðrir líði fyrir slík þrengsli kann að ráðast af tilviljun eða tilviljunarkenndum aðstæðum eins og hjá vísindakonunni og snertir ekki eðli sálar þeirra. Er hið Góða orsök slæmleika? Efnið er slæmleiki og efnið er framleitt af sálinni, sálin af Huganum og Hugurinn af hinu Góða; því er efnið, þegar allt kemur til alls, afurð hins Góða; því er hið Góða orsök slæmleika, sem er óásættanlegt, ef ekki þversögn: annaðhvort er hið Góða ekki í alvöru hið Góða eða þá að svokallaður „slæmleiki“ sem það orsakar er ekki alvöru slæmleiki. Þannig rökleiðir Próklos og í kjölfar hans Opsomer.46 Fyrst af öllu mun ég rekja hér í stuttu og gagnorðu máli það sem ég held að hefði verið svar Plótinosar við þessari ásökun og síðan kanna það í meiri smáatriðum. Jafnvel þótt satt sé að hið Góða sé hin hinsta orsök efnisins og jafnvel þótt það sé almennt séð satt að orsakasamband felist í því að orsakir framleiði ímyndir sjálfra sín, þá er ekki síður satt og byggt inn í kerfið að myndin er ófullkomin eftirmynd og ávallt ósamstæðari og þar með óæðri en orsök hennar. Úr því að svo er, þá leiðir af því að til eru stig þar sem líkindin við hið Góða minnka, stig af stigi. Í ljósi þess 46 Sjá Opsomer 2007. Hugur 2019-Overrides.indd 88 21-Oct-19 10:47:06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.