Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 100

Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 100
100 Atli Harðarson að um hverja frjálsa ákvörðun viljans þurfi fyrst að ákvarða hvort maður vill taka þá ákvörðun eða einhverja aðra. Með þessu móti verða ekki ótal liðir í rununni heldur aðeins tveir: Löngun og ákvörðun um að fresta því að láta undan henni. LoLordo bendir hins vegar á staði í texta Lockes sem gefa ástæðu til að efast um að hann hafi talið hverja frestun viljaverk.37 Það samrýmist að minnsta kosti flestu sem Locke segir í kaflanum um sjálfstjórn að hægt sé að temja mönnum að staldra við til að hugsa áður en framkvæmt er og sú tamning leiði til þess að þeir geri það af vana án sérstakrar ákvörðunar í hvert sinn. Sumt sem Locke segir í Skilningsgáfunni og Menntamálunum bendir raunar til þess að hann hafi álitið slíka tamningu færa mönnum sjálfstjórn. Hvernig sem þessu er varið er svo mikið víst að Locke áleit að menn gætu ekki haft stjórn á sjálfum sér nema þeir hefðu mátt til þess að fresta því að láta undan löngunum og öðrum óróleika. Í stuttu máli er kenning Lockes um stjórn skynseminnar á viljanum sú að slík stjórn sé möguleg vegna þess að: a) Þegar einhver óróleiki knýr á hugann, þá getur maður frestað því að láta undan og notað tímann, meðan fresturinn varir, til að hugsa um hvað hann er að því kominn að gera. b) Umhugsunin getur skapað nýjan óróleika sem knýr fastar á. c) Hafi maður tileinkað sér réttar venjur, þá skapar umhugsunin óróleika sem leiðir til góðrar breytni. Það sem hér er lýst í lið c kemur ekki skýrt fram í texta Ritgerðarinnar en styðst við það sem Locke segir í Skilningsgáfunni og Menntamálunum. Þjálfun hugans – Skilningsgáfan Í upphafi Skilningsgáfunnar segir Locke að mannshugurinn þarfnist þjálfunar og hæfileikar sem „litið er á sem gjafir náttúrunnar séu, þegar grannt er skoðað, til orðnir fyrir æfingu, og rísi í hæðir með endurteknum athöfnum“.38 Skömmu síðar bætir hann í og segir: Viljir þú fá mann til að rökræða svo vel sé, þá verður þú að venja hann við það í tíma, æfa hug hans í að greina tengsl hugmynda og fylgja þeim einni af annarri. Ekkert er betur til þessa fallið en stærðfræðin. Því hygg ég að hún skuli öllum kennd ef tími og tækifæri gefast, og það til þess að gera þá að skynsemisverum fremur en til þess að gera þá að stærð- fræðingum; því þótt við öll köllum okkur svo, því við teljum okkur til þess borin, má með sanni segja að náttúran gefi okkur aðeins sáðkornið; við erum borin til þess að vera skynsemisverur, ef okkur þóknast, en það er notkun og æfing sem gerir okkur slík, og við erum það aðeins í þeim mæli sem iðja og ástundun hafa þokað okkur áleiðis.39 37 LoLordo 2013. 38 Locke 1993a: §4. 39 Locke 1993a: §6. Hugur 2019-Overrides.indd 100 21-Oct-19 10:47:07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.