Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 174

Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 174
174 Steinunn Hreinsdóttir felast í hlutmiðaðri verufræði (e. object oriented ontology), sem segir að frumspekin tilheyri náttúru mannsins, það að vera í heiminum og bærast í honum sem hlut- og náttúruvera í samspili við umhverfið. Með þessum hætti leitast Irigaray við að afbyggja hin langvinnu skil milli líkama og hugar, náttúru og menningar. Einnig er hún sammála hugmyndum Merleau-Pontys um líkamann sem hluta af holdi heimsins, þ.e. við stöndum ekki andspænis veruleikanum heldur erum við hluti af honum; veruleikinn er þegar í okkur.29 Þá er reynslan ekki aðeins hugræns eðlis og líkamleg, heldur er hún einnig kynjuð. Það að vera í heiminum þýðir einfald- lega að vera kynjaður líkami í heiminum, jafnan formfræðilega ólíkur „hinum“ og þessi kynjaði líkami skynjar með fyrstu persónu sjónarhorni. Irigaray endurhugsar gangverk nálægðar, þ.e. hvernig við bærumst sem hluti af holdi heimsins. Ná- lægðin er ekki á grundvelli hugtaka eða rökmiðjaðrar orðræðu heldur birtist hún í samfundi tveggja, tengslunum, flæðinu og hreyfingunni. Í því sambandi hugar Irigaray að forhugtakalegri og fyrirbærafræðilegri skynjun, snertingu, sjálfshrif- um, vessum, tilfinningum og innri náttúru verunnar. Afbygging Irigaray sem eftirhermuaðferð Afbygging Irigaray er markviss eftirhermuaðferð (e. mimesis) þar sem hún herm- ir líkamleika og skynjaða tilfinningu upp á rökmiðjaða sannleiksmiðju, þ.e.a.s orðið. Aðferðin, sem einnig er nefnd strategísk eðlishyggja, er ákveðin aðferð til þess að rífa niður staðlaðar ímyndir um eðli kynjanna. Endurtúlkun hennar á hellislíkingu Platons grundvallast á slíkri aðferð; ætlun hennar er ekki að storka hefðinni, heldur að rannsaka hin undirliggjandi öfl sem einkenna textann í því skyni að efla vitund út frá staðsettu sjónarhorni líkamlegrar veru eða kvenleikans. Eftirhermuaðferð Irigaray er fyrst og fremst skapandi aðferð sem dregur fram hið ósagða og bælda á leikrænan og ljóðrænan hátt í því skyni að skapa menningu tveggja, menningu kynjamismunar. Hún varðar ekki eftirlíkingu sem eftirmynd (e. representation) af veruleikanum og ekki varðar hún ítrekunina (e. reiteration) sem framleiðir og viðheldur kyngervi í takt við samfélagslega mótunarhyggju líkt og Butler gerir grein fyrir í verki sínu Gender Trouble.30 Frekar er eftirhermunin meðvituð leið til þess að skapa millirými (e. interim space) í formi skopstælingar (e. mimicry) á hinu sögulega „úthlutaða“ kvenlega.31 Eftirhermuaðferð Irigaray snýst fyrst og fremst um að skapa rými fyrir tjáningu (e. expression) grundvallaða á líkamlegri gagnrýnni hugsun og sköpun sjálfsveruleika þar sem skilin milli rök- hugsunar og líkama eru horfin. Einfalt dæmi um eftirhermun grundvallaða á tjáningu er hin árlega druslu- ganga, en skopstælingin í þeirri kröfugöngu felst í því að herma sitthvað upp á drusluna í þeim tilgangi að skila skömminni, snúa upp á druslunafngiftina og gefa henni jákvæða merkingu. Að baki liggur sú tilfinningalega reynsla að drusluheitið 29 Merleau-Ponty 1945. 30 Butler 1990. 31 Irigaray 1985b: 76. Hugur 2019-Overrides.indd 174 21-Oct-19 10:47:12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.