Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 52
52 Klas Grinell
Auðséð er að þá hefð sem Hegel mótaði í umfjöllun sinni um þetta efni er
enn að finna t.d. í heimspekisögu Svantes Nordin, þar sem greint er frá íslamskri
heimspeki vegna þess hversu stóran þátt hún átti í að miðla Aristótelesi áfram. En
í sjálfri sér er hún ekki álitin verðskulda neina athygli.
Jafnvel hjá Hans-Georg Gadamer (1900–2002), sem er einn af mikilvægustu
hugsuðum um vestræna hefð og erindi hennar í samtímanum, er að finna sömu
skýru markhyggjukenndu línuna frá Grikklandi hinu forna til Þýskalands og hjá
Hegel. Á hinn bóginn fer hjá Gadamer mun minna fyrir þeim þótta sem til að
mynda gætir hjá Renan. Þannig spyr Gadamer þeirrar retórísku spurningar hverj-
um detti í hug að evrópsk list sé æðri annarri list og heldur því fram að um mál
listarinnar gildi menningarlegt afstæði. „En,“ segir hann í framhaldinu:
sú tegund vísinda og þau hugtök sem halda uppi þeim heimsskilningi
sem heimspekin hefur gegnsýrt, hafa augljós séreinkenni, fordæmi og
einnig viðfangsefni sem hafa aðeins mótað evrópska siðmenningu og
heiminn eftir að kristnin tileinkaði sér þau og gerði að sínum.25
Niðurstaðan reynist vera mjög í anda Renans, þ.e. að evrópskar hugmyndir séu
betri en aðrar. Á öðrum stöðum í ívitnuðu riti leggur Gadamer áherslu á að Forn-
Grikkir hafi þróað hin evrópsku séreinkenni. Ritið nefnist Arfur Evrópu. Ekki er
minnst á það einu orði að múslímar hafi einnig verið umsýsluaðilar þessa gríska
arfs. Þannig dregur röksemdafærslan beina línu frá Forn-Grikkjum til evrópskrar
siðmenningar í samtímanum. Fyrst hjá Hegel og svo aftur hjá Gadamer. Sömu
viðhorf hafa mótað þá sögusýn sem ráðandi er innan sænskrar hugmyndasögu.
Hvað er hugmyndasaga?
Hugmynda- og lærdómssaga (sæ. idé- och lärdomshistoria) er „sænsk háskólagrein
sem fjallar um sögu vísinda og lærdóms“, ritar Tore Frängsmyr (1938–2017) í nýju
sænsku alfræðiorðabókina.26 Þar er viðfangsefnið ekki landfræðilega afmarkað
enda þótt Frängsmyr tiltaki að oft sé rannsakað „hvaða mynd vísindakenningar
eða hugmyndastraumar tóku á sig í Svíþjóð. Þannig megi ávallt skoða sænskt
fræða- og vísindastarf út frá alþjóðlegu samhengi og komast hjá skorðum heim-
óttarskaparins.“27 Áður en leitað er svara við þeim spurningum sem ég setti fram í
byrjun þarf að vera ljóst hvert þetta alþjóðlega samhengi er. Er þar allt utan land-
steinanna álíka áhugavert? Til þess að afmarka með skýrari hætti hvað nú á dög-
Lectures on the history of philosophy 1: Greek philosophy to Plato (Lincoln: University of Nebraska
Press, 1995), xxxi. Um Hegel og íslam, sjá Klas Grinell, „En systematisk avvikelse: Islam enligt
Hegel“, í I skuggan av samtiden: en vänbok till Sven-Eric Liedman och Amanda Peralta, ritstj. Johan
Kärnfelt (Gautaborg: Arachne, 2006).
25 Hans-Georg Gadamer, Das Erbe Europas: Beiträge (Frankfurt am Main: Suhrkamp Verlag, 1989),
14.
26 Tore Frängsmyr, „Idé- och lärdomshistoria“, í Nationalencyklopedin: ett uppslagsverk på veten-
skaplig grund utarbetat på initiativ av Statens kulturråd, 9. bindi (Höganäs: Bra böcker, 1989), 343.
27 Ibid.
Hugur 2019-Overrides.indd 52 21-Oct-19 10:47:04