Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 67

Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 67
 Íslömsk heimspeki og vestræn hugmyndasaga 67 Ziai gagnrýnir einnig fyrri fræðimenn fyrir að leggja ofuráherslu á dulspekina í hugsun Suhrawardis, sem hafi orðið til þess að heimspekilegum forsendum hennar hafi ekki verið gefinn nægur gaumur. Til þess að skilja dulspeki Suhrawardis verði, telur Ziai, að skoða hvernig hún hvílir á kerfisbundinni heimspeki. Í meirihluta verka sinna hafi Suhrawardi fjallað um kerfisbundna heimspeki, og einmitt sett sjálfan sig í samhengi við fyrirrennara á borð við Ibn Sina og samtímamanninn al-Baghdadi (1162–1231) til þess að meitla eigin kenningu. Til að afmarka afstöðu sína sótti hann annars vegar í auðugan heimspekiarf fornaldar, umfram allt í hina pýþagórísk-nýplatonsku hreyfingu, hins vegar í dulræna reynslu.81 Í inngangi að þýðingu sinni á verki Suhrawardis, Hayakal al-Nur (Lögun ljóssins), gerir Tosun Bayrak (1926–2018) greinarmun á dulrænni heimspeki og heimspeki súfismans. Að hans dómi er uppljómunarheimspeki dæmi um dulræna heimspeki: hugmyndakerfi sem gefur sér að þekkingu megi öðlast með innblæstri og opinberun, og rannsakar slíka leyndardóma á heimspekilegan hátt. Á hinn bóginn heldur Bayrak því fram að Suhrawardi sé frekar súfískur heimspekingur þar sem slóðin sem hann fetaði stefndi fremur að lífsmáta en fræðimennsku. Að hans sögn rannsakar Suhrawardi gildi hugsunarinnar og orsakir tilvistar okkar.82 Með þessu gengur Bayrak í berhögg við flestar túlkanir. Það verður þó að skoða í því ljósi að inngangur hans er að einu af súfískari ritum Suhrawardis, þar sem alloft er vitnað í Kóraninn og heimspekilegar röksemdafærslur eru í knappara lagi. Suhrawardi kýs þar heldur að setja fram heimspekikenningar sínar en að færa rök fyrir þeim.83 Þannig fer það eftir því hvaða þáttur í höfundarverki Suhrawardis þykir mikilvægastur hver kjarninn virðist vera í hugsun hans – hið súfíska eða hið heimspekilega. En dulspekina er að finna í hvoru tveggja. Enda þótt deila mætti um að hversu miklu leyti megi líta á fullmótaða heim- speki Suhrawardis sem aristótelíska leiðir það ekki til spurningarinnar um hvort hann hafi verið heimspekingur eða dulspekingur. Langflestur túlkendur eru sam- mála um að Suhrawardi hafi verið heimspekilegur dulspekingur – eða þá heim- spekingur dulspekinnar. Sú er einnig raunin með Corbin enda þótt hann nefni guðspeki það sem aðrir kalla dulspekilega heimspeki. En spurninguna um hversu heimspekileg íslömsk uppljómunarheimspeki geti talist er að finna í jafnvel ná- kvæmustu útleggingum á verkum Suhrawardis. Ætlun Suhrawardis mætti lýsa sem þriðju heimspekilegu samræmingunni. Alex ander af Afródísías samræmdi texta Aristótelesar innbyrðis og bjó til ótví- ræðari útgáfu af honum. Ammoníus samræmdi Aristóteles og Platon á máli nýplatonismans.84 Samræming Suhrawardis, sú þriðja í röðinni, væri þá milli Qutb al-Din al Shirazi and the illuminationist tradition in Islamic philosophy (Cambridge, MA: Harvard centre for Middle Eastern studies, 1992); John Walbridge, The leaven of the Ancients, appendix 1; John Walbridge, The Wisdom of the Mystic East, 13 o.áfr. og 85 o.áfr. 81 Hossein Ziai, Knowledge and Illumination, 7 o.áfr.; John Walbridge, The leaven of the Ancients. 82 Tosun Bayrak, „Interpreter’s introduction“ í Suhrawardi, Hayakal al-Nur. 83 Hayakal al-Nur er áhugaverður texti fyrir þær sakir að í honum tengir Suhrawardi súfískar frá- sagnir við heimspekileg skrif sín. Hver hluti heimspekikerfis hans er dreginn fram og útskýrður í Hayakal al-Nur og í hvert skipti settur í samhengi við bæði Kóraninn og trúarhefðina, sem og heimspekihefðina og hugtakanotkunina. 84 Um fyrstu tvær samþættingarnar, sjá Robert Winovsky, „Avicenna and the Avicennian tradition“, Hugur 2019-Overrides.indd 67 21-Oct-19 10:47:05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.