Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 121
Thoreau og landslagsvísindi 121
samtímans. Heimspekingur sem ég vann með á Íslandi, Mikael M. Karlsson, lýsir
togstreitunni á milli landslags sem staðar og landslags sem reynslu á eftirfarandi
hátt:
Jafnvel mynd í raunsæisstíl, af raunverulegu landslagi, lætur í ljósi
ákveðna „sýn“ sem er ekki eins og spegilmynd, endurgerð náttúru. Mál-
verk er sjálfstæður táknheimur. List er tilbúningur. Landslagsmálverk
er ekki landslag. Náttúrulegt landslag getur verið stórkostlegt, fallegt,
friðsælt, óþægilegt, ógnvekjandi, spennandi, yfirþyrmandi, ljótt og til-
breytingarlaust. En hvernig sem það er, þá segir það ekki neitt. En með
myndrænni framsetningu sinni segir myndlist ævinlega eitthvað, eða
fleira en eitthvað eitt. Það getur farið framhjá okkur hvað verkið segir
og listamaðurinn sjálfur kann að eiga í mesta basli með að skilja hvað
hans eigin verk láta í ljósi. Vel má vera að ekki sé hægt að tjá í orðum
það sem málverk segir. Afstaðan getur verið heimskuleg eða fáfengileg.
En það segir alltaf eitthvað (málverk sem segir ekkert er ekki listaverk).
Þess vegna er það ekki fáránlegt að bóndinn í Kalmanstungu skyldi hafa
málverk af Eiríksjökli hangandi upp á vegg, jafnvel þótt hann gæti litið
út um gluggann nokkurn veginn hvenær sem hann langaði til og séð
fyrirmyndina.2
Málverkið er vitaskuld ekki eina listformið þar sem landslag er endurskapað með
merkingarbærum hætti. Ut pictura poesis, það er eins í ljóðlistinni og í mynd-
listinni: við gætum skipt orðinu „málverk“ út fyrir „ljóð“ í kaflanum hér á undan,
og útkoman yrði rétt lýsing á því hvað ljóð getur gert við landslag. Landslagsljóð
er ekki nákvæm endursköpun náttúrunnar heldur listaverk í orðum sem býr til
sjálfstæðan veruleika og segir eitthvað merkingarbært sem lesandinn og þeir sem
hlýða á ljóðið geta túlkað á sína vísu.
Að vera merkingarbært er að segja eitthvað. Og landslag hefur eitthvað að
segja þegar það hefur verið mótað vísvitandi, af meira eða minna ráðnum hug.
Það landslag sem við lifum og hrærumst í – hið manngerða landslag – hefur að
meira eða minna leyti verið mótað með vísvituðum hætti. Það hefur margt að
segja en munurinn á því og málverki myndlistarmannsins er að merkingarheimur
staðarins er sameiginleg smíði sem hefur orðið til á löngum tíma. Höfundurinn
er nafnlaus, fjöldi og hversdagslegur.
Af þessum ástæðum virðist mér að sum ljóð séu „siðferðilegar byggingar“ í
skilningi Thoreaus, vegna þess að þau ýta af stað frásögnum þar sem við rekumst
á afstöðu, merkingu, „flóknar myndir þar sem lesandinn eða áheyrendur finna
verðmæti“, með orðum annars kennara míns, hins írska heimspekings Garretts
Barden. Að koma auga á verðmæti í einhverju núorðið er hvorki auðvelt né ótví-
2 Tilvitnunin er í grein Mikaels, „Landscape and Art“, í bókinni Art, Ethics and Environment, sem
ritstýrt var af Æsu Sigurjónsdóttur og Ólafi Páli Jónssyni (Cambridge Scholars Press, 2006, bls.
59–60). (Þýð.)
Hugur 2019-Overrides.indd 121 21-Oct-19 10:47:08