Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 117
Við flóttafólk 117
að fela þá staðreynd að við erum gyðingar. Okkur tekst þetta ekki og okkur getur
ekki tekist þetta; undir hulu „bjartsýninnar“ kemur maður auðveldlega auga á
vonlausa sorg aðlögunarsinna.
Orðið aðlögun hefur öðlast „djúpa“ heimspekilega merkingu fyrir okkur sem
erum frá Þýskalandi. Það er vart hægt að átta sig á því hvað við tókum þetta alvar-
lega. Aðlögun merkti ekki þá samlögun sem nauðsynleg er gagnvart því landi sem
við fæddumst í eða gagnvart fólkinu hvers tungumál vildi svo til að við töluðum.
Meginreglan er sú að við lögum okkur að öllu og öllum. Þetta viðhorf varð mér
dagljóst af orðum samlanda míns sem greinilega kunni að tjá tilfinningar sínar.
Nýkominn til Frakklands stofnaði hann eitt af þessum aðlögunarfélögum þar
sem þýskir gyðingar héldu því fram hver við annan að þeir væru nú þegar orðn-
ir Frakkar. Í fyrstu ræðu sinni sagði hann: „Við höfum verið góðir Þjóðverjar í
Þýskalandi og fyrir vikið verðum við góðir Frakkar í Frakklandi.“ Áheyrendur
fögnuðu ákaft og enginn hló; við vorum ánægð með að hafa lært hvernig við
gætum sannað tryggð okkar.
Ef þjóðrækni snerist um venju eða ástundun værum við þjóðræknasta fólk
heims. Rifjum upp herra Cohn okkar: hann hefur sannarlega slegið öll met. Hann
er fyrirmyndarinnflytjandinn sem ávallt kemur strax auga á fjöllin í hverju því
landi, sem hræðileg örlög hans hafa rekið hann til, og tekur ástfóstri við þau.
En vegna þess að þjóðrækni er ekki enn mæld í ástundun reynist erfitt að sann-
færa fólk um að við séum einlæg í þessum síendurteknu umbreytingum okkar.
Þessi barátta skapar skort á umburðarlyndi í okkar eigin samfélagi; við krefjumst
fullrar staðfestingar utan okkar eigin hóps, því við erum ekki í stöðu til þess að
öðlast hana frá innfæddum. Þegar innfæddir standa frammi fyrir skrýtnum ver-
um eins og okkur fyllast þeir grunsemdum; almennt séð geta þeir aðeins skilið
tryggð okkar við gömlu löndin. Það gerir lífið mjög napurlegt fyrir okkur. Við
gætum komist undan grunsemdunum ef við útskýrðum að vegna þess að við erum
gyðingar tæki þjóðrækni okkar í heimalöndunum á sig mjög sérstaka mynd. Þótt
hún væri samt sem áður einlæg og djúpstæð. Við skrifuðum langar bækur þessu
til staðfestingar; greiddum fyrir heilt skrifræðisbákn með það hlutverk að kanna
uppruna þjóðrækninnar í fyrndinni og skýra hana tölfræðilega. Við fengum lærða
menn til þess að skrifa heimspekilegar ritgerðir um forákvarðaðan samhljóm milli
gyðinga og Frakka, gyðinga og Þjóðverja, gyðinga og Ungverja, gyðinga og …
Þessi tryggð okkar í dag, sem svo oft er dregin í efa, á sér langa sögu. Þetta er
hundrað og fimmtíu ára saga aðlagaðra gyðinga sem afrekuðu nokkuð sem aldrei
hefur tekist áður: þrátt fyrir að sýna í sífellu fram á að þeir væru ekki gyðingar,
tókst þeim á sama tíma að vera gyðingar samt sem áður.
Örvæntingarfull ringulreið þessara Ódysseifsflækinga sem, ólíkt merkri fyrir-
mynd þeirra, vita ekki hverjir þeir eru má auðveldlega skýra með því fullkomna
brjálæði sem það er að neita að halda í sjálfsmynd sína. Þetta brjálæði er miklu
eldra en þau undanförnu tíu ár sem hafa dregið fram í dagsljósið djúpstæðan fá-
ránleika tilveru okkar. Við erum eins og fólk með áráttu sem kemst ekki hjá því að
reyna að dulbúa ímyndaðan skammarblett. Fyrir vikið erum við ákaflega hrifin af
hverjum nýjum möguleika sem í krafti þess að hann er nýr virðist geta gert krafta-
Hugur 2019-Overrides.indd 117 21-Oct-19 10:47:08