Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 16

Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 16
16 Kristian Guttesen ræðir við Kristján Kristjánsson eyða hálfum deginum í heimspekilega hægindastólnum en hinum helmingnum í heilarannsóknir eða sálfræðitilraunir, þá lyftast þeir í sætinu! Svo er það fagfólk á vettvangi: kennarar (og kennaranemar), læknar, hjúkrunarfræðingar, lögfræðingar, o.s.frv. Það er eitthvað í aristótelískri dygðakenningu sem heillar þetta fólk. Eft- ir stuttan fyrirlestur um lykilhugtök Aristótelesar, svo sem gullna meðalveginn, hexis, eudaimonia, arete og ekki síst phronesis, lyftist brúnin á fagfólkinu og það segist nú loks hafa lært einhverja siðfræði sem komi heim og saman við reynslu þess á vettvangi og gagnist því í starfi. Ég kann ekki alveg að skýra þennan galdur, en kantísk reglusiðfræði sem virðist hafa verið ríkjandi í námi starfsstétta – að svo miklu leyti sem þær hafa lært einhverja siðfræði – hefur farið illa í þetta fólk og stangast á við reynslu þess af því að einberar reglur nái aldrei utan um flækjur siðferðilegra úrlausnarefna. Ef til vill hafði Alasdair MacIntyre á réttu að standa þegar hann sagði að heimspeki Aristótelesar væri hin náttúrulega heimspeki venjulegs fólks. Þú ert búsettur í Cambridge. Segðu okkur aðeins frá þeirri borg og tengslum þínum við hana. Ég dvaldi fyrst í rannsóknarleyfi við Háskólann í Cambridge (og sem félagi við St. Edmund’s College) á vormisseri 2002 og síðan margoft þangað til ég flutti þangað með fjölskyldunni um áramótin 2011–2012. Við búum ennþá þar þó að ég vinni fjóra daga í viku í Birmingham. Bæði er eitthvað göfgandi við andrúmið í Cambridge og svo vill konan ekki flytja þaðan vegna vinnu. Eitt lán mitt í lífinu var að kynnast prófessor Terry McLaughlin sem bauð mér fyrst til Cambridge 2002. Hann var lengi vel andlit og föðurímynd menntaheimspeki í Englandi, tók í raun við af R.S. Peters þegar sá mikli fyrirrennari missti vitið, illu heilli. Terry var sanntrúaður maður og hann var heill í köllun sinni sem var að liðsinna öðrum og koma þeim til þroska. Hann hafði engan tíma fyrir sjálfan sig, ekki einu sinni tíma til að borða annað en ruslfæði á hlaupum. Þegar hann fékk krabbamein, enn á besta aldri, var hann dáinn innan viku. Líkaminn hafði ekkert viðnám. Andlát hans var mér persónulega mikið áfall, því að ásamt Mikael sem ég nefndi áður var hann mesti persónulegi áhrifavaldurinn á heimspeki mína: í tilfelli Terrys á menntaheimspeki mína þó að hann væri sjálfur enginn aristótelisti. Ég hef ekki stigið fæti inn í St. Edmund’s College eftir minningarathöfnina um hann, fæ mig ekki til þess. Burtséð frá áhrifum Terrys á mig persónulega, þá var ótímabært fráfall hans meiri háttar áfall fyrir menntaheimspeki í Bretlandi. Hún hefur eiginlega ekki borið sitt barr síðan. Vitaskuld er það ekki bara andláti Terrys að kenna held- ur ekki síður sveinsnámsvæðingu kennaramenntunar í Englandi þar sem allar „óhagnýtar“ greinar hafa verið skornar niður við trog. Meira að segja háskólarnir í Oxford og Cambridge, sem skörtuðu áður bestu menntaheimspekingunum, hafa að mestu gefið þessa grein upp á bátinn. Það eru ekki nema örfáar vinjar eftir í eyðimörkinni: Birmingham, UCL, Durham, Glasgow, Roehampton. En það hefur bætt gráu ofan á svart að eftirlifendur á þessu sviði hafa brugðist við mót- lætinu með því að forpokast og umhverfast í einhvers konar sértrúarsöfnuð. Ég Hugur 2019-Overrides.indd 16 21-Oct-19 10:47:01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.