Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 77
Kennisetning Plótinosar um efnið sem frumbölið í Níund I.8 (51) 77
vegar hinu góða og slæma í heimi Plótinosar: ólíkt dæminu um bifvélavirkjann er
ekki augljóst hvað hið Góða og Hugurinn eiga að vera góð sem, og með svipaðri
rökleiðslu er ekki augljóst hvað hið slæma er slæmt sem. Hið Góða getur varla
verið gott sem frumuppspretta, andstætt lélegri frumuppsprettu, og með því að
kalla Hugann góðan á Plótinos ekki við að Hugurinn sé að standa sig gríðarlega
vel sem hugur eða að það sem er slæmt sé að standa sig illa sem hugur. Orðræða
hans er hér á miklu almennari grundvelli. Hann er einfaldlega að halda því fram
að þau einkenni sem hann telur góð séu þau einkenni sem gera hvað sem er, sem
yfir þeim býr, gott. Orðið „gott“ merkir hér það sama og „fullkomið“, hið góða er
það sem er gallalaust, það sem ekkert vantar upp á til að vera hvað svo sem það er.
Þannig að ef spurt er sem hvað hlutirnir sem hann segir góða eru góðir, þá verður
svarið á fullkomlega almennum nótum. Freistandi væri að segja að þeir séu góðir
sem verur. Það svar gæti þó reynst ekki nógu almennt. Satt er það að fullkomnun,
sjálfsnægtir og það að vera órofa heild eru eiginleikar til góðs hvað varðar verur,
en hið Góða er handan veru. Þar af leiðandi gera eiginleikarnir til góðs það ekki
gott sem veru. Líklega getum við ekki tilgreint neitt sem hið Góða sjálft er gott
sem, það er fullkomnunin sjálf.
Hvernig svo sem ástatt er um hið Góða sjálft, þá vil ég meina að aðalatriðið
í röksemdafærslu Plótinosar sé hliðstætt dæminu um bifvélavirkjann: rétt eins
og við auðkenndum slæma bifvélavirkjann með því að segja að hann skorti ein-
kenni sem eru til prýði fyrir bifvélavirkja, þá auðkennir Plótinos slæmar verur
með því að segja að þær skorti einkenni sem eru til prýði fyrir verur almennt
eða jafnvel fyrir það sem er handan verunnar, hið Góða sjálft. Verur sem er lýst
með forskeytinu alpha privativum eru lélegar verur, slæmar í því að vera, að því
marki sem þeim er svo lýst. Þannig að ef ég hef á réttu að standa um þess háttar
röksemdafærslu sem Plótinos er að fást við í öðrum kafla og fyrri helmingi þriðja
kafla ritgerðar sinnar um slæmleikann, þá leiðir „slæmt“ vissulega af „ekki góðu“,
öfugt við það sem Próklos og Opsomer halda fram.
Slæmleikinn sem Plótinos hefur borið kennsl á er ekki sjálfstæður eiginleiki;
hann er bara skorturinn á þeim jákvæðu eiginleikum sem gera verur að góðum
verum. Satt er að Plótinos heldur áfram og fullyrðir að þessi slæmleiki sé efnið og
að það beri ábyrgð á slæmleika líkama og sálna. Þeirri spurningu hvernig eitthvað
án eiginleika geti borið ábyrgð á nokkru, sem einnig vekur furðu Próklosar og
Opsomers, er auðvitað enn ósvarað. Bráðlega mun ég víkja að henni.
Þegar Plótinos kemur að niðurstöðu sinni um eðli slæmleikans, sem vísað var
til hér á undan, þá hefur hann ekki enn samsamað hið slæma við efnið. Það gerist
fyrst undir lok þriðja kafla. Í aðdraganda þeirrar samsömunar leikur hann áhuga-
verðan en vafasaman leik:
Því ef slæmleiki kemur fyrir af tilviljun í einhverju öðru, þá verður hann
sjálfur fyrst að vera eitthvað, jafnvel þótt hann sé engin verund. Rétt eins
og til er algjört gott og gott sem eiginleiki, þá verður að vera til algjör
slæmleiki og slæmleiki sem af honum sprettur og býr í einhverju öðru.
Hugur 2019-Overrides.indd 77 21-Oct-19 10:47:05