Hugur - 01.01.2019, Síða 77

Hugur - 01.01.2019, Síða 77
 Kennisetning Plótinosar um efnið sem frumbölið í Níund I.8 (51) 77 vegar hinu góða og slæma í heimi Plótinosar: ólíkt dæminu um bifvélavirkjann er ekki augljóst hvað hið Góða og Hugurinn eiga að vera góð sem, og með svipaðri rökleiðslu er ekki augljóst hvað hið slæma er slæmt sem. Hið Góða getur varla verið gott sem frumuppspretta, andstætt lélegri frumuppsprettu, og með því að kalla Hugann góðan á Plótinos ekki við að Hugurinn sé að standa sig gríðarlega vel sem hugur eða að það sem er slæmt sé að standa sig illa sem hugur. Orðræða hans er hér á miklu almennari grundvelli. Hann er einfaldlega að halda því fram að þau einkenni sem hann telur góð séu þau einkenni sem gera hvað sem er, sem yfir þeim býr, gott. Orðið „gott“ merkir hér það sama og „fullkomið“, hið góða er það sem er gallalaust, það sem ekkert vantar upp á til að vera hvað svo sem það er. Þannig að ef spurt er sem hvað hlutirnir sem hann segir góða eru góðir, þá verður svarið á fullkomlega almennum nótum. Freistandi væri að segja að þeir séu góðir sem verur. Það svar gæti þó reynst ekki nógu almennt. Satt er það að fullkomnun, sjálfsnægtir og það að vera órofa heild eru eiginleikar til góðs hvað varðar verur, en hið Góða er handan veru. Þar af leiðandi gera eiginleikarnir til góðs það ekki gott sem veru. Líklega getum við ekki tilgreint neitt sem hið Góða sjálft er gott sem, það er fullkomnunin sjálf. Hvernig svo sem ástatt er um hið Góða sjálft, þá vil ég meina að aðalatriðið í röksemdafærslu Plótinosar sé hliðstætt dæminu um bifvélavirkjann: rétt eins og við auðkenndum slæma bifvélavirkjann með því að segja að hann skorti ein- kenni sem eru til prýði fyrir bifvélavirkja, þá auðkennir Plótinos slæmar verur með því að segja að þær skorti einkenni sem eru til prýði fyrir verur almennt eða jafnvel fyrir það sem er handan verunnar, hið Góða sjálft. Verur sem er lýst með forskeytinu alpha privativum eru lélegar verur, slæmar í því að vera, að því marki sem þeim er svo lýst. Þannig að ef ég hef á réttu að standa um þess háttar röksemdafærslu sem Plótinos er að fást við í öðrum kafla og fyrri helmingi þriðja kafla ritgerðar sinnar um slæmleikann, þá leiðir „slæmt“ vissulega af „ekki góðu“, öfugt við það sem Próklos og Opsomer halda fram. Slæmleikinn sem Plótinos hefur borið kennsl á er ekki sjálfstæður eiginleiki; hann er bara skorturinn á þeim jákvæðu eiginleikum sem gera verur að góðum verum. Satt er að Plótinos heldur áfram og fullyrðir að þessi slæmleiki sé efnið og að það beri ábyrgð á slæmleika líkama og sálna. Þeirri spurningu hvernig eitthvað án eiginleika geti borið ábyrgð á nokkru, sem einnig vekur furðu Próklosar og Opsomers, er auðvitað enn ósvarað. Bráðlega mun ég víkja að henni. Þegar Plótinos kemur að niðurstöðu sinni um eðli slæmleikans, sem vísað var til hér á undan, þá hefur hann ekki enn samsamað hið slæma við efnið. Það gerist fyrst undir lok þriðja kafla. Í aðdraganda þeirrar samsömunar leikur hann áhuga- verðan en vafasaman leik: Því ef slæmleiki kemur fyrir af tilviljun í einhverju öðru, þá verður hann sjálfur fyrst að vera eitthvað, jafnvel þótt hann sé engin verund. Rétt eins og til er algjört gott og gott sem eiginleiki, þá verður að vera til algjör slæmleiki og slæmleiki sem af honum sprettur og býr í einhverju öðru. Hugur 2019-Overrides.indd 77 21-Oct-19 10:47:05
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.