Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 38

Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 38
38 Jonathan Barnes „Með því að segja E tjáir x þá hugsun að P“ nefnir hann yrðinguna E en notar yrðinguna „P“ og „P“ er heimspekileg yrðing. Í kórgerð fer maður frá oratio recta til oratio obliqua,19 frá því að nefna til þess að nota. Túlkun snýst ekki um að setja eitthvað inn í tilvitnanamerki, heldur snýst hún þvert á móti um að fjarlægja tilvitnanamerkin. „Auðvitað,“ gæti maður sagt, „eru engar gæsalappir í kringum „P“ í kórgerðinni en þegar túlkandi lætur út úr sér kórgerð, þá er það sem hann heldur fram (ef hann heldur einhverju fram á annað borð) ekki að P, heldur að x tjái þá hugsun að P. Sé heimspekin ekki bókstaflega höfð innan gæsalappa þá er hún höfð innan ímyndaðra gæsalappa með notkun orðanna „x tjáir þá hugsun að“ og þau orð virðast vernda túlkandann frá heimspekiveirunni alveg jafn vel og gæsalappir.“ Gera þær það? Þegar ég játa að x tjái þá hugsun að P, þá verð ég í allra minnsta lagi að koma orðum að þeirri hugsun að P og til þess að gera það verð ég að hafa vald á ákveðnum heimspekilegum orðaforða – og til þess að geta framleitt kórgerð verð ég að hafa náð valdi á tveimur heimspekilegum orðaforðum. Af því að til þess að geta skilið yrðinguna E, þá verð ég að hafa náð valdi á því máli sem hún tilheyrir; og til þess að geta giskað á að x tjái þá hugsun að P, þá verð ég að hafa náð valdi á því máli sem P tilheyrir. Í tilviki heimspekisagnfræðings sem fæst við fornaldarheimspeki koma tvö ólík tungumál við sögu. (Ekkert við þetta á sér- staklega við um túlkun heimspekilegra texta: stærðfræðisagnfræðingur verður að hafa náð valdi á tæknilegum orðaforða og enskumælandi túlkandi Evklíðs verður að hafa náð valdi á tveimur tæknilegum orðaforðum.) Spurningin er þá þessi: Getur maður náð valdi á heimspekilegum orðaforða án þess að stunda heimspeki? Orð í tæknilegum orðaforða er flækt, svo að segja, í þeim kenningum sem það er notað til að tjá. Oft er sagt að tækniheiti séu kennileg.20 Noti maður tækniheitið „massi“ (í ákveðnu samhengi), þá er maður að sýna klassískri eðlisfræði hollustu. Noti maður orðið „geðlægð“ (í ákveðnu samhengi), þá er maður að samþykkja pro tanto21 ákveðnar hugmyndir sálgreiningar. Ef þú notar orðið „póstmódernismi“, þá ertu týndur í þokunni. Og eins með heimspekiorðaforðann. Hér er léttvægt sýnidæmi þess sem ég hef í huga. Í skýringarriti sínu við Stjórn- speki Aristótelesar segir herra Charles X að samkvæmt Aristótelesi tilheyri fram- leiðsluöflin í lýðræðisríki stétt verkafólks. Herra X hefur ekki sjálfur haldið því fram að framleiðsluöflin o.s.frv., heldur eignar hann Aristótelesi þá fullyrðingu. Eigi að síður hefur hann játað svolítið sjálfur þegar hann eignaði Aristótelesi hana – eða öllu heldur hefur hann sýnt eða komið upp um svolítið: hann hefur sýnt eða komið upp um þá staðreynd að hann er marxisti. Hann hefur komið upp um það að svo miklu leyti sem hann notaðist við marxískan orðaforða – við orðasambönd eins og „framleiðsluöflin“ og „stétt verkafólks“. Það breytir engu að á undan þessum orðum koma varnaðarorðin „Aristóteles tjáir þá hugsun að …“ Þau tilheyra orðaforða herra X sjálfs og með því að nota þau axlar hann ábyrgð á þeim kenningum sem þeim fylgja. Svo að þrátt fyrir tilvitnanamerkin, jafnt 19 [Frá beinni ræðu til óbeinnar ræðu (Þýð.)] 20 [Eða kenningahlaðin, kenningabundin – e. theory-laden (Þýð.)] 21 [Að svo miklu leyti (Þýð.)] Hugur 2019-Overrides.indd 38 21-Oct-19 10:47:03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.