Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 116

Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 116
116 Hannah Arendt hefur sú einfalda staðreynd að vera flóttamaður komið í veg fyrir samneyti okk- ar við samfélag innfæddra gyðinga, með fáum undantekningum sem einungis sanna regluna. Þessar óskrifuðu reglur samfélagsins búa yfir hinum mikla mætti almenningsálitsins þrátt fyrir að enginn gangist við þeim opinberlega. Og þessar ósögðu skoðanir og venjur hafa meiri áhrif á daglegt líf okkar en allar opinberar yfirlýsingar um gestrisni og góðvild. Maðurinn er félagsvera og lífið er honum ekki auðvelt þegar öll félagsleg tengsl eru rofin. Það er auðveldara að varðveita siðferðið þegar það er ofið inn í vef sam félagsins. Afar fáir einstaklingar hafa styrk til þess að standa vörð um eigin heil indi ef félagsleg, pólitísk og lagaleg staða þeirra er alfarið óviss. Þar sem okk ur skortir hugrekki til þess að berjast fyrir breytingum á félagslegri og lagalegri stöðu okk ar, hafa mörg okkar í staðinn ákveðið að reyna að breyta því hver við erum. Og þessi furðulega hegðun gerir illt verra. Ringulreiðin sem við lifum og hrærumst í er að hluta til okkar eigið verk. Einn daginn mun einhver rita hina sönnu sögu þessa brottflutnings gyðinga frá Þýskalandi; og hann mun þurfa byrja á því að lýsa þessum herra Cohn frá Berlín, sem hafði alltaf verið 150% Þjóðverji, ofur-þjóðrækinn Þjóðverji. Árið 1933 hlaut þessi herra Cohn hæli í Prag og varð fljótt sannfærður og þjóðrækinn Tékki – jafn sannur og dyggur tékkneskur föðurlandsvinur og hann hefði verið þýskur. Tíminn leið og um 1937 hóf ríkisstjórn Tékklands, undir þrýstingi frá nasistum, að reka flóttafólk af gyðingaættum úr landi, og virti að vettugi þjóðrækni þeirra sem tilvonandi tékkneskra ríkisborgara. Herra Cohn okkar fór þá til Vínar; til þess að aðlagast þar var þörf á afdráttarlausri austurrískri þjóðrækni. Innrás Þjóðverja neyddi herra Cohn úr landi. Hann kom til Parísar á slæmum tíma og öðlaðist aldrei venjulegt dvalarleyfi. Verandi Þar sem hann var orðinn vel fær í óskhyggju neitaði hann að taka formsatriði stjórnsýslunnar alvarlega, þess fullviss að framtíð hans væri í Frakklandi. Hann hóf því aðlögun sína að frönsku þjóðinni með því að samsama sig forföður „okkar“, Vercingetorix. Ég hugsa að það sé best að ég fari ekki fleiri orðum um ævintýri herra Cohns. Svo lengi sem herra Cohn getur ekki tekið af skarið um að vera það sem hann raunverulega er, gyðingur, er engin leið að vita hvaða rugluðu breytingar hann mun þurfa að ganga í gegnum. * Sá sem vill týna sjálfum sér uppgötvar einmitt möguleika mennskrar tilvistar, sem eru óendanlegir, jafn óendanlegir og sköpunarverkið sjálft. En það að endurheimta nýjan persónuleika er jafn erfitt verk – og jafn vonlaust – og að skapa heiminn upp á nýtt. Hvað sem við gerum, hvað sem við þykjumst vera, sýnum við ekkert nema geðveikislega löngun okkar til að breytast, til að vera ekki gyðingar. Allar athafnir okkar beinast að þessu sama markmiði: við viljum ekki vera flóttafólk, því við viljum ekki vera gyðingar; við þykjumst vera enskumæl- andi, því þýskumælandi innflytjendur síðustu ára eru merktir sem gyðingar; við segjum okkur ekki ríkisfangslaus, því stærstur hluti ríkisfangslausra í heiminum eru gyðingar; við erum tilbúin til þess að verða dyggir hottintottar, til þess eins Hugur 2019-Overrides.indd 116 21-Oct-19 10:47:08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.