Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 6
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 5
Frá ritstjóra
Svo bar við í framhaldsskóla einum á höfuðborgarsvæðinu fyrir um það bil
tuttugu árum að móðurmálskennari við skólann hafði orð á því við skóla-
meistara að efla þyrfti íslenskukennsluna þar. Skólameistari svaraði að
bragði: „Það er ekki gert verr við íslensku en önnur tungumál í þessum
skóla.“
Þetta eru íhugunarverð viðbrögð. Einkum fyrir það að skólameistari talar
um móðurmálið eins og hvert annað tungumál sem ekki eigi að njóta neins
umfram erlend mál sem kennd eru. Raunar er það stórmerkilegt að svo skuli
litið á af forustumanni í menntamálum, en í þeim hópi eru auðvitað for-
stöðumenn framhaldsskóla í landinu. Haft er fyrir satt að í öllum löndum sé
sú menningarstefna í heiðri höfð að móðurmál skipi jafnan öndvegi í skól-
um. Ef tilsvar skólameistarans skyldi vera dæmigert fyrir sjónarmið þeirra
sem nú stýra menntamálum á Íslandi hlýtur það að vera áhyggjuefni.
Nú er svo komið í okkar heimshluta að eitt tungumál, enskan, hefur náð
slíkum yfirburðum sem samskiptamál á öllum sviðum þjóðlífsins að önnur
mál, jafnvel tungumál stórþjóða, þurfa að snúast til varna, ætli þau ekki
að una því að verða hornreka í eigin landi. Hvað skyldi þá um mál eins og
okkar sem sárfámenn þjóð talar? Í Fréttablaðinu 26. ágúst 2017 er rætt við
fólk um stöðu íslenskunnar í tilefni af því að í ljós hefur komið uggvænleg
staða bókaútgáfu í landinu. Hún hefur á síðustu sjö árum dregist svo mjög
saman, að ekki verður annað kallað en stórfellt hrun; samdrátturinn er um
43 prósent.
Í þessu telja menn, með réttu, að sé fólgin hætta fyrir viðgang íslensk-
unnar sem lætur æ meir undan síga fyrir framrás enskunnar. Margvíslegar
skýringar eru á þessu hruni bóksölunnar, en viðmælendur Fréttablaðsins eru
sammála um að stjórnvöld verði að taka rösklega í taumana, svo takast megi
að „bjarga bókinni“. Meðal þeirra sem rætt er við í blaðinu um þessi mál er
Guðrún Vilmundardóttir, eigandi Benedikts bókaútgáfu. Hún segir:
„Ég lærði í Frakklandi fyrir 20 árum. Frakkar eru með skýra og ákveðna
menningarstefnu „til varnar franskri tungu“. Frakkar eru 67 milljónir og