Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Síða 7

Andvari - 01.01.2017, Síða 7
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI finnst aðkallandi að verja tungu sína gagnvart ensku. Við erum 330 þúsund, erum stolt af íslenskunni og köllum okkur bókaþjóð – en hvar eru menning- arstefnan? Ég óska eftir skýrri stefnu varðandi bókaútgáfu. Einföld og skýr viljayfirlýsing væri að afnema virðisaukskatt af bókum. Veita bókasöfnum fjármagn svo þau geti keypt bækur – það er gott fyrir út- gáfuna og höfunda og lesendur. Eða veita bókaútgáfu skattaafslátt af fram- leiðslu eins og kvikmynda- og tónlistargeirunum.“ Skýringar á minnkandi bóksölu, og þar með væntanlega á minni bók- lestri, liggja í augum uppi. Þar kemur til byltingin í samskiptamiðlun, netið og vefurinn og allur sá rafræni heimur sem af því hefur orðið til og flestir lifa og hrærast í að meira eða minna leyti. Hann tekur æ meir við af prent- uðu máli, blöðum og bókum. Og í þessum nýja heimi er enskan ráðandi. Til að ryðja íslensku til rúms í hinum rafvædda samtíma þarf óhemjumikið fé. Sumt er þó hægt að gera með hóflegum tilkostnaði. Eitt er að nota íslensku til að kynna vörutegundir og ýmiss konar þjónustustarfsemi á Íslandi, en láta ekki enskuna duga til þess. Ekki þarf annað en ganga um götur í miðbæ Reykjavíkur til að sjá hvert stefnir í þessu. Menn eru hreinlega að gefast upp við að nota þjóðtunguna sem verslunarmál, láta enskuna duga, eða skipa henni að minnsta kosti ofar, eins og gert er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Enda er svo komið að þjónusta við hinn gífurlega ferðamannastraum til landsins ýtir annarri þjónustu til hliðar, - ekki þýðir að ávarpa útlenda ferða- langa á íslensku. Það rifjast upp gömul orð sem bæjarfógeti í Reykjavík setti í orðsendingu á fyrri hluta nítjándu aldar: „Íslensk tunga á best við í íslensk- um kaupstað, hvað allir athugi!“ Honum þótti danskan of ráðandi í bænum og vildi sporna gegn því. Nú er sem sagt allt breytt, við lifum í heimsþorpi sem talar ensku, hvort sem Frökkum eða Þjóðverjum líkar betur eða verr, að ekki sé litið til fámennari þjóða. Gagnvart þessum mikla bræðslupotti stöndum við með okkar tungumál. „Íslenska til alls“ var fyrir nokkrum árum sett fram sem fyrirsögn og víg- orð íslenskra málstefnu. En hér er líka við að fást andstöðu gegn því sem kallað er „elíta“ menntamanna sem segja vilji almenningi fyrir verkum. Það má ekki ögra slíkum hugsunarhætti of mikið. Þá er eins víst að menn fari að ræða um útúrboruhátt og þjóðrembu, sem er í margra augum hin versta tihneiging sem um getur. Allar skírskotanir til þjóðernis eru nú litnar horn- auga, og kannski er þjóðtungan komin á einhvern varhugaverðan lista. Það eru engar „úrvalssveitir“ í landinu sem geta bjargað menningarlegum verð- mætum okkar. Þar verður allur almenningur að bregðast við. Upphrópanir í netheimum, þar sem margt vanhugsað er látið flakka, koma engum að gagni. En um vanda íslenskunnar er mest um vert að hyggja að því sem mál- fræðingar nefna „umdæmisvanda“. Hann felst í því að um stór svið þjóðlífs- ins verði ekki unnt að ræða á móðurmálinu, af því að íslenskan hefur ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.