Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Síða 9

Andvari - 01.01.2017, Síða 9
8 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI líf tók einnig stakkaskiptum með nýjum pólitískum samtökum, átök út af sambandi Íslands og Danmerkur urðu ekki lengur alls ráðandi og stétta- stjórnmál komust í fyrirrúm. Á síðasta ári var þess minnst að tveir stéttaflokkar voru stofnaðir árið 1916: Alþýðuflokkurinn, jafnaðarmannaflokkur, sem var framan af pólit- ískur armur Alþýðusambands Íslands og barðist fyrir hag verkamanna, og Framsóknarflokkurinn, málsvari bænda og vaxandi samvinnuhreyfingar. Umhverfi og staða þessara flokka er nú gjörbreytt sem vænta má, sá fyrrnefndi ekki lengur starfandi og arftaka hans, Samfylkingunni, hefur að undanförnu gengið næsta báglega að hasla sér völl. Framsóknarflokkurinn klofnaði rétt fyrir þingkosningar sem óvænt var efnt til í haust. En Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eiga sér merka sögu. Flokkakerfi stéttastjórnmála færðist í fastar skorður um 1929-30. Fyrra árið tóku atvinnurekendur og hægri sinnaðir borgarar höndum saman í Sjálfstæðisflokknum. Seinna árið var Kommúnistaflokkur Íslands stofnaður og klofnaði þá róttækur armur frá Alþýðuflokknum, sem reyndist varanlegur klofningur verkalýðsflokka. - Í fyrra var gefin út bókin Úr fjötrum, saga Alþýðuflokksins, rituð af Guðjóni Friðrikssyni. Þetta er stórt rit og fróðlegt og mjög læsilega samið, sem vænta mátti af höfundi vegna fyrri ritverka hans sögulegs efnis. Er óhætt að mæla með þessari nýju bók Guðjóns sem lesefni handa öllu áhugafólki um ís- lenska stjórnmálasögu. Flokkakerfið í landinu tekur miklum breytingum á þessum árum, nýir flokkar ryðja sér til rúms og þeir gömlu eiga flestir í vök að verjast. Á næsta ári munum við svo minnast aldarafmælis fullveldis Íslands. Í rauninni er fullveldið 1918 miklu meiri tímamót en lýðveldisstofnunin 1944. Hún var einkum formlegur lokapunktur með innlendum þjóðhöfðingja, raun- verulegt sjálfstæði þjóðarinnar fékkst 1918. Verður þess vafalaust minnst vel og myndarlega og hefur verið ákveðið að kalla Alþingi til hátíðarfundar á Þingvöllum næsta sumar. Megi komandi minningarár verða farsælt og efla samstöðu með þjóðinni. Ekki er vanþörf á því á öld vaxandi sundrungar. Þjóðin er auðvitað ekki eins einlit og fyrr, enda sest hér nú að margt fólk frá fjarlægum löndum sem við viljum taka vel á móti og vonum að aðlagist okkar samfélagi, án þess að slíta tengsl við uppruna sinn. En landið er eitt, og samfélagið eitt, og á að geta reynst okkur öllum hamingjuvænleg heimkynni, hversu sem öldur falla og stormar geisa í veröldinni. Gunnar Stefánsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.