Andvari - 01.01.2017, Qupperneq 17
16 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI
Ég hef heyrt menn flytja innfjálgar ræður um það, að starf sagnfræðingsins
sé einungis í því fólgið að skýra frá staðreyndum og láta þær síðan tala sínu
máli, en hann eigi að forðast allar ályktanir og alhæfingar. Það reynist jafnan
auðveldara að setja boðorðin en breyta eftir þeim. Í hverju sagnfræðiriti er
jafnan dálítið safn af staðreyndum, en það skiptir öllu máli, hvort menn fylla
rit sín af frásögnum um valdamenn eða lýsingum á efnahagsþróun og frelsis-
baráttu alþýðunnar. Allt viðhorf manna til daglegra vandamála er mótað af
því, hvort þessara máttarvalda þeir telja að hafi meiri áhrif á mótun sögunnar.
Þótt undarlegt sé, þá er sagnfræðingnum ógjörningur að fara bil beggja, af því
að tertium non datur [þriðji kostur gefst ekki].23
Björn mun snemma hafa farið að velta fyrir sér hlutverki sagnfræð-
innar og eðli hennar, án þess þó að gera söguspeki að sérstöku við-
fangsefni sínu.24 Í grein um breska sagnfræðinginn Arnold J. Toynbee
ræðir Björn um helstu leiðarhnoð sem sagnfræðingar hafa úr að velja
„um myrkviði sögunnar“. Hann skýrir svo frá að með auknum lýð-
réttindum og alþýðufræðslu á 19. öld hafi sagnfræðirannsóknir kom-
ist á nýjan grundvöll. Stórbylting hafi orðið í náttúruvísindum, þegar
Charles Darwin kom fram með þróunarkenninguna, og svipaða kenn-
ingu hafi Karl Marx sett fram um þróun þjóðfélagsins. Síðan segir
Björn:
Samkvæmt kenningum Marx hefur mannlegt samfélag frá upphafi vega
verið á stöðugri þróunarbraut, og þeirri leið er hvergi nærri lokið, en hún
ákvarðast af þeim andstæðum sem ríkja milli eignaskipulags þjóðfélagsins og
framleiðsluafla þess. Með því að rekja sundur veilur í samfélagsháttum 19.
aldar sýndi hann fram á, að samfélagsskipan hennar mundi leyst af hólmi af
sósíaliskum samfélagsháttum. … Síðan hafa mikil vötn fallið til sjávar, Marx
hefur verið skefjalaust gagnrýndur, en einnig hafinn til skýja, og niðurstaðan
hefur orðið sú, að stöðugt fleiri sagnfræðingar aðhyllast starfsaðferðir hans að
meira eða minna leyti, nauðugir viljugir.25
Björn Þorsteinsson var einn þessara sagnfræðinga, viljugur fremur en
nauðugur. Ekki var annað hægt, eins og hann hafði lýst yfir nokkrum
árum fyrr: „Marxisminn hefur unnið svo algjöran sigur á sviði sagn-
fræðinnar, að hinir borgaralegustu rithöfundar eru að meira eða minna
leyti smitaðir í stefnunni.“26 Þeir voru sannfærðir um að hreyfiafl sög-
unnar væri ekki hugmyndir eða einstaklingar heldur efnislegir þættir
eins og framleiðslan í samfélaginu og átök milli einstakra stétta um
eignarhaldið og arðinn af henni. Þessarar hugmyndafræði gætir þegar
í fyrstu greinum Björns. Í inngangi greinar um Jón biskup Arason