Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 20

Andvari - 01.01.2017, Page 20
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 19 beitir hann svipaðri túlkunaraðferð og í fyrri grein nema hvað hér er enn meiri áhersla lögð á þjóðfélagsrætur siðaskiptanna: Eins og kunnugt er, á siðbótin upptök sín í Þýzkalandi, en það væri rangt að álykta af því, að þar hafi trúaráhugi manna verið svo mikill, að kirkjan hefði ekki getað fullnægt fólki í því efni. Enda þótt siðbótin verði ekki skilin nema út frá þeim forsendum, sem ríktu innan þýzku ríkjanna, þá er það ekki sönnun þess, að hún sé eitthvað [svo] afkvæmi þýzks eða germansks anda. Þessi trúar- stefna náði mestri útbreiðslu í germönskum löndum, af því að þjóðfélagshættir og stjórnarfar var þar með sérstökum hætti, sem skapaði henni góð skilyrði.32 Lúter fær heldur slæma útreið í greininni. Með kenningunni um frelsi kristins manns blés hann bændum og alþýðunni kapp í kinn en brást þessum stéttum hrapallega, þegar hann snerist á sveif með furstunum og hvatti þá til að höggva, slá og drepa uppreisnarmenn bænda og stjórna „skrílnum“ með ofbeldi.33 Lúterstrúin varð til í lénssamfélagi miðalda og varð að sínu leyti til að viðhalda þeirri sömu samfélags- gerð með langvarandi afleiðingum: Þar sem Lútherstrúin ríkti, veittist hinu rísandi auðvaldi örðugt að vinna bug á óskapnaði lénsskipulagsins. Hún blés ekki byltingaranda í borgarastéttina, en gerði aftur á móti lénsherrann að gósseiganda og aðalinn að vörufram- leiðanda. Lútherstrúin var afturhaldssöm og henni fylgdi versnandi afkoma hjá lágstéttunum, og fengum við Íslendingar einkum að kenna á þeim afleið- ingum hennar.34 Áreiðanlega gætu ýmsir gert athugasemdir við þessa greiningu Björns og bent m.a. á að í suðrænum löndum lifði lénskerfið áfram í einhverri mynd í góðum félagsskap með kaþólsku kirkjunni enda spegilmynd hvort annars í stigveldi og forsjárhyggju. Ekki verður heldur séð að lýðræðisþróun hafi átt erfiðara uppdráttar í löndum lúterstrúarmanna en þeirra sem játa aðra trú. En kenningin gengur upp með góðum vilja og innan sinna marka. Árið 1951 birtist í Þjóðviljanum grein í nokkrum hlutum undir fyr- irsögninni „Guðmundur biskup góði“. Hún var sögð vera úr ritverki sem þá væri í smíðum. Mikils var vænst af höfundi greinarinnar, eins og fram kemur í kynningu hennar: Enn hefur Íslandssaga lítið verið könnuð og rituð af sósíalistum, og bíður þar mikið verkefni fræðimanna sem hafa tileinkað sér rannsóknaraðferðir hinnar efnalegu söguskoðunar, endurmat þjóðarsögunnar í ljósi nútímavísinda og þekkingar. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur er ungur maður, en hann hefur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.