Andvari - 01.01.2017, Síða 26
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 25
Hinn maðurinn mun ekki síður hafa átt þátt í því að móta sögu-
skoðun Björns og fræðileg vinnubrögð. Hann hét Gordon Childe
(1892–1957) og var fornleifafræðingur, fæddur í Ástralíu, en starfaði
lengstan hluta ævinnar á Bretlandi, fyrst sem prófessor í fornleifa-
fræði við háskólann í Edinborg og síðar við Lundúnaháskóla. Gordon
Childe var víðfrægur vísindamaður á sínu sviði og mörgum að góðu
kunnur fyrir bækur sínar um þróun menningar á forsögulegum tíma.
Sumarið 1956 kom hann í heimsókn hingað til lands til að sitja þriðja
fund Víkingafélagsins (The Viking Society for Northern Research)
sem settur var í Háskóla Íslands föstudaginn 20. júlí. Af því tilefni
skrifaði Björn grein um hann og lét þess þá m.a. getið að prófessor
Childe beitti marxismanum, þjóðfélagsvísindum nútímans, í yfirlits-
ritum sínum. En Björn hafði fleira um þennan frægðarmann að segja:
Hann er einn þeirra fáu vísindamanna, sem hefur hlotið þá náðargáfu að geta
verið strangvísindalegur og alþýðlegur í senn; og hann er einnig gæddur þeirri
djörfung og karlmennsku að ganga ávallt hreint til verks, draga undanbragða-
laust þjóðfélagslegar ályktanir af staðreyndum í vísindagrein sinni.47
Þessi orð mætti allt eins heimfæra upp á Björn sjálfan. Honum var
einkar lagið að vera í senn fræðilegur og alþýðlegur, að miðla efni sínu
bæði í ræðu og riti á þann hátt að eftir var tekið. Hann virðist snemma
hafa orðið eftirsóttur fyrirlesari á mannamótum til að miðla sögulegu
efni til áheyrenda. Meira að segja er þess getið að hann hafi eitt sinn
verið fenginn til að flytja erindi á sameiginlegum fundi Kaupfélags
Reykjavíkur og nágrennis (KRON) sem haldinn var í byrjun desember
1955.48 Björn Þorsteinsson verður naumast talinn fræðaþulur á borð
við Sverri Kristjánsson, en þjóðin fékk samt að kynnast honum nokk-
uð náið á næstu árum og áratugum, því að nærri lætur að hann hafi
flutt um þrjátíu útvarpserindi á tímabilinu 1953–1982, auk bóka og
fjölmargra greina sem hann skrifaði í dagblöð og tímarit.49 Enn eitt
ber að nefna sem Björn hefur áreiðanlega kunnað að meta við rann-
sóknir Gordon Childe og hann jafnvel numið af bókum hans: mikil-
vægi fornleifa í þróunarsögu mannlegra samfélaga og áhrif umhverfis
og samgangna í allri þeirri sögu. Þetta kann að skýra það hvers vegna
Björn kaus að hefja sögu sína um íslenzka þjóðveldið á forsögulegum
tíma, jafnvel í frumbernsku jarðarkringlunnar, þó að Gordon Childe
hafi ekki þótt ástæða til að fara svo langt aftur í aldir.50 Björn var alla