Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 29

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 29
28 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI safn en kom út sem sjálfstætt rit árið 1969.56 Haustið 1958 fékk Björn tíu mánaða styrk til námsdvalar í Vestur-Þýskalandi frá Alexander von Humbolt-stofnuninni og notaði þá tækifærið til að fara í svipað- an leiðangur um skjalasöfn þar í landi. Áður hafði hann fyrir milli- göngu Germaníu (Þýsk-íslenska félagsins) fengið ljósmyndaðar nálægt 3000 síður þýskra skjala um Íslandsviðskipti Hansakaupmanna.57 Við þessa efnisöflun og úrvinnslu heimilda naut Björn ríflegra styrkja frá menntamálaráðuneytinu (Vísindasjóði). Markmið hans var að semja rit um verslunar- og hagsögu Íslands.58 Fyrsta greinin um þetta efni birtist árið 1950 í tímaritinu Skírni. Nefndist hún „Íslandsverslun Englendinga á fyrri hluta 16. aldar“. Fleiri greinar um svipað efni fylgdu á eftir næstu árin.59 Með ritsmíð- um þessum lagði hann drög að sérgrein sinni í sagnfræði: sögu versl- unar og samskipta þjóðarinnar við umheiminn á 15. öld. Við þessar rannsóknir kom ýmislegt óvænt í ljós sem Björn kynnti landsmönnum smám saman, ýmist í ritgerðum, útvarpserindum eða blaðaviðtölum. Það gerði hann einatt með djörfum samlíkingum sem sóttar voru í nútímann og hröðum glaðbeittum ritstíl. Í mars 1953 flutti hann út- varpserindi sem hann nefndi „Mansal og mannrán á Íslandi á 15. öld“. Síðar þetta sama ár gerði hann efninu rækilegri skil í blaðagrein og hafði þá fært titilinn í enn æsilegri búning: „Mansal og mannaveiðar á Íslandi“.60 Höfundurinn sýnir þarna ótvíræða hæfileika í fjörlegri rit- leikni sem fangaði athygli lesenda. Meðal annarra nýmæla sem spruttu af rannsóknum Björns voru heimildir sem hann hafði fundið í þýskum skjalasöfnum og gáfu til kynna að á 15. öld hefði verið siglt frá Íslandi til Ameríku, áður en Kristófer Kólumbus fór sína frægðarför til Vesturheims 1492. Taldi Björn líklegt að Diðrik Píning höfuðsmaður hefði farið eina slíka ferð.61 Um þetta efni fjallaði hann nánar í grein sem birtist í tímaritinu Sögu 1965. Þar færði hann sannfærandi rök fyrir því að enskir sæfarar, einkum þeir sem sóttu hafnir á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð, hefðu þekkt til frásagna um löndin í vestri og líklega einnig háttsettir ráð- gjafar við hirð Kristjáns I Danakonungs (1448–1481).62 Um það leyti sem grein þessi kom út, bárust fregnir af því að vest- ur í Bandaríkjunum hefði fundist kort með uppdrætti af Vínlandi, svonefnt Yale-kort eða Vínlandskort. Það var sem Björn hefði himin höndum tekið. Í fréttaauka Ríkisútvarpsins kvöldið 11. október 1965 sagði hann um Yale-kortið að það væri „hlekkur sem lengi hefur skort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.