Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 33

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 33
32 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI fræðingaþing í Árósum sem fulltrúi Sagnfræðingafélags Íslands, hins eldra, sem þá hafði nýlega verið stofnað.76 Meginefni þessa þings var Hansasambandið og Norðurlönd. Björn sagði síðar svo frá að Þorkell Jóhannesson hefði sent hann þangað, en hann var þá formaður félags- ins. Engum Þjóðverja var boðið að tala á ráðstefnunnni, og þótti þeim mjög á sig hallað í málflutningnum nema í þeirri ræðu sem Björn flutti, að hans eigin sögn. Þetta varð síðan til þess að hann fékk boð um að koma til Vestur-Þýskalands á vegum Alexanders von Humbolt- stofnunarinnar sem áður hefur verið vikið að. Björn taldi jafnframt að framlag hans á ráðstefnunni og rannsóknir næstu árin hefðu verið höf- uðástæða þess að hann var kallaður á fund útgáfuráðs Politikens Forlag í Kaupmannahöfn árið 1977 og beðinn um að skrifa Íslandssögu fyrir Dani.77 Einnig hefði nafn hans verið nokkuð þekkt á þeim tíma vegna greina sem hann hafði þá samið í uppsláttarritið Kulturhistorisk leksi­ kon for nordisk middelalder. Lætur nærri að hann hafi skrifað tæp- lega tuttugu greinar um margvíslegt efni í það merka fræðirit, fleiri en nokkur annar Íslendingur að undanskildum Magnúsi Má Lárussyni og Jakobi Benediktssyni. Íslandssaga Björns Þorsteinssonar á dönsku kom út í Kaupmannahöfn 1985. Vegna veikinda hafði honum ekki tekist að ljúka verkinu, og voru því sagnfræðingarnir Bergsteinn Jónsson og Helgi Skúli Kjartansson fengnir til að leiða það til lykta. Í blaðaviðtali fullyrti Björn að bókin væri fyrsta yfirlitsritið um íslenska sögu sem fullnægði nokkurn veg- inn kröfum samtímans um sjónarmið í sagnfræði. Dvergríki eins og Ísland væri furðufyrirbæri, og „goðsaga sjálfstæðisbaráttunnar“, sem þeir Jón Sigurðsson og Konrad Maurer hefðu skapað, stæðist ekki lengur. Ekki væri við dönsk stjórnvöld ein að sakast að Íslendingar hefðu lifað við örbirgð fyrr á öldum heldur hefði íslenska stórbænda- veldið ráðið miklu um gang mála hér á landi og komið í veg fyrir að fiskveiðar gætu orðið annað en aukabúgrein bænda. Það hefði alla tíð staðið með konungsvaldinu í því að flæma erlenda þegna frá landinu og gera á þann hátt allan verslunargróða útlægan. Í þessum anda er bókin skrifuð. Frásögnin er yfirleitt tempruð og afdráttarlaus, og ekki er þar að finna sama eldmóð og hjá fyrri höfundum í lýsingunni á sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Nýjungarnar eru þó ekki síður fólgnar í því að önnur efnistriði eru tekin fyrir en áður hafði tíðkast í samræmi við breyttan tíðaranda og áhugasvið höfundar. Varpað er ljósi á líf og störf alþýðunnar í landinu á sama tíma og dregin er upp mynd af þess-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.