Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2017, Side 35

Andvari - 01.01.2017, Side 35
34 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI að eiga. Sú von rættist heldur betur. Bókin seldist í stærra upplagi en nokkurn hafði órað fyrir og rataði víða í hillur íslenskra heimila. Félagsmálastörf Björn Þorsteinsson var félagslyndur maður og starfaði í mörgum félög- um, sumum rótgrónum en öðrum átti hann þátt í að koma á legg. Hann var lengi trúr átthögum sínum, gekk til liðs við Rangæingafélagið í Reykjavík og varð formaður þess á árunum 1950–1958. Eitt helsta markmið félagsins var að safna saman efni um sögu héraðsins, varð- veita það og koma því á framfæri eins og kostur var. Á þessum árum var örnefnum safnað á öllum bæjum sýslunnar að forgöngu Bergsteins Kristjánssonar, og skrifaði hann í félagi við Björn um örnefni í Holta- hreppi.79 Félagið studdi dyggilega við héraðsskólann að Skógum, m.a. með bókagjöfum, og stóð fyrir skógrækt bæði í Rangárþingi og Heið- mörk. Einnig var unnið að því að láta gera minnisvarða um Þorstein Erlingsson, og var hann vígður í lok september 1958, síðasta árið sem Björn var formaður félagsins. Minnisvarðann gerði Nína Sæmundsson. Mikið var lagt í athöfnina með kórsöng og ræðuhöldum þjóðþekktra manna. Meðal þeirra sem þá tóku til máls voru Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari, Sigurður Nordal prófessor auk Björns sjálfs, og séra Sigurður Einarsson í Holti flutti frumort kvæði sem hann nefndi Þorsteinsminni. Björn hugðist enn fremur láta félagið gefa út Heklubók mikla eftir Sigurð Þórarinsson jarðfræðing, en bókin kom ekki út fyrr en um áratug síðar og þá hjá Sögufélagi í Reykjavík.80 Björn var formaður tveggja annarra félaga á þessum sama tíma, Félags íslenskra fræða (1951–1957) og Tékknesk-íslenska félagsins (1955–1970) sem reyndar var hugarfóstur hans sjálfs. Ekki er að fullu ljóst hvernig það bar til að hann fékk miklar mætur á Tékkóslóvakíu og tékknesku þjóðlífi. Sumarið 1947 fór hann til Tékkóslóvakíu að lík- indum til að kynnast landi og þjóð og sósíalismanum í verki og dvald- ist þá rúman mánuð í höfuðborginni Prag. Ári síðar, þegar Björn var styrkþegi British Council í Lundúnum, komst hann í kynni við ungan mann, „bjartan yfirlitum og brosleitan“, frá Kosiec í Slóvakíu. Hann hét Jean Lenhardt og bjó á sama stúdentagarði og Björn. Sagnfræðingurinn var ekki lengi að finna íslenskt nafn á þennan nýja kunningja sinn: Jón Lénharður eða ljónharði skyldi hann heita. Eftir að leiðir þeirra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.