Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 39

Andvari - 01.01.2017, Page 39
38 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI „meðal annars til að sagnfræðingar fengju eitthvert andlit út á við“, eins og komist er að orði í fundargerðabók.91 Að loknum öðrum undirbún- ingsfundi tæplega ári síðar var félagið formlega stofnað 30. september 1971, og fékk það heitið Sagnfræðingafélag Íslands. Björn Þorsteinsson var formaður félagsins fyrsta árið, en sú skipan mála virðist aðeins hafa verið til bráðabirgða, því að á aðalfundi 25. janúar 1972 var ný stjórn kosin með nýjum formanni, Birni Teitssyni magister.92 Að lokum skal nefnt enn eitt félag sem Björn Þorsteinsson átti frum- kvæði að. Það nefndist Félagið Ingólfur. Félag með sama heiti hafði upphaflega verið stofnað 19. október 1934, og starfaði það fram yfir 1940. Þetta var héraðssögufélag sem gaf út ritröðina Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess með margvíslegum fróðleik, sýslulýsingum jafnt sem frumsömdum greinum eftir ýmsa menn. Fyrir forgöngu Björns var félagið gamla vakið til lífs á fundi 14. nóvember 1981, og tveimur árum síðar kom út fyrsta bindið í nýrri ritröð en með sama heiti og áður: Landnám Ingólfs. Nýtt safn til sögu þess. Alls urðu bókarbindin fimm (1983–1996), öll vönduð að efni og ytri búnaði. Björn tók aldrei sæti í stjórn félagsins, en studdi það með ráðum og dáð, eins lengi og honum entist aldur til.93 Í orrahríð stjórnmála Björn Þorsteinsson var ekki aðeins sósíalisti í orði heldur einnig í verki. Sósíalisminn var hugsjón margra menntamanna á námsárum hans, í þeirra augum marktækasta rannsóknaraðferðin við að greina og útskýra sögulega þróun en jafnframt farsælasta leiðin í átt að rétt- látu samfélagi. En fyrst og síðast var Björn þjóðhollur friðarsinni sem, eins og fleiri í samtíð hans, óttaðist fátt meira en ofurmátt kjarnorku- sprengjunnar.94 Engin þjóð hafði beitt því ægivopni í stríðsátökum nema Bandaríkjamenn. Hann mátti ekki til þess hugsa að þeir fengju hér aðstöðu með vopnabúnað sinn. Það yrði tilræði við öryggi lands- ins, fullveldi þess og nýstofnað lýðveldi. Björn mun fyrst hafa látið að sér kveða á sviði stjórnmála með grein sem hann skrifaði í Þjóðviljann snemma árs 1946. Nefndist hún „Hugleiðingar um sjálfstæðismál“. Greinilegt er að þar er ungur maður á ferð sem brýst fram á vígvöllinn, sveiflar stílvopninu í allar áttir og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.