Andvari - 01.01.2017, Page 43
42 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI
upp á lýðinn heimspeki þolandans, hann á að láta stjórna sér möglunarlaust
og þola með umburðarlyndi. Á þjóðveldistímanum var lítill grundvöllur
fyrir slíkan boðskap hér á landi. Íslendingar gengu í þjónustu norsku yfir-
stéttarinnar og skrifuðu um konunga hennar og dýrlinga, og stórhöfðingjarnir
íslenzku (Oddaverjar) töldu sér þær bókmenntir til tekna, en óháður íslenzkur
búþegn hélt fram íslenzkum hetjum og íslenzkum hetjusögum.101
Greininni lýkur hann með áskorun um að þjóðin endurheimti hand-
ritin sín úr erlendum söfnum. Málstað sinn styrki hún best með því að
styðja við skapandi rannsóknir á íslenskum bókmenntum og menn-
ingarsögu að fornu og nýju og með verndun þjóðlegra verðmæta.
Ein grein eftir Björn birtist í Stúdentablaði, helsta málgagni nemenda
við Háskóla Íslands. Hún fjallaði um Gamla sáttmála sem var „algjör-
lega einstætt pólitískt skjal“ eins og Björn hafði eftir danska sagnfræð-
ingnum Erik Arup. Skilyrðin sem Íslendingar settu Noregskonungi í
Gamla sáttmála lýstu hvorki auðmýkt né þrælslund heldur sjálfsvirð-
ingu og festu, enda litu íslenskir þjóðveldismenn, bændur og öll al-
þýða, svo á að allt vald ætti upptök sín hjá lýðnum.102
Eins og að líkum lætur, átti maður með þessar skoðanir helst
samleið með róttækum stjórnmálahreyfingum, enda gerðist hann
ötull liðsmaður Sósíalistaflokksins og lagði í mörg ár drjúgan
skerf til starfsemi hans. Hann kenndi nokkrar stundir Íslandssögu í
Kvöldskóla alþýðu veturinn 1954–1955, hélt fræðsluerindi á fundum
Æskulýðsfylkingarinnar bæði í Hafnarfirði og Reykjavík og hjá fé-
laginu MÍR (Menningartengsl Íslands og Ráðstjórnarríkjanna), var
ræðumaður á baráttudegi verkalýðsins 1. maí 1963 og kom fram við
ýmis önnur tækifæri á samkomum sósíalista og verkalýðssamtaka.103
Fararstjóri var hann í mörgum sumarferðum samflokksmanna sinna
um landið og var að því er virðist mikils metinn í þeirra röðum.104
Tvívegis tók Björn beinan þátt í alþingiskosningum fyrir hönd
flokksins. Árið 1953 bauð hann sig fram fyrir Sósíalistaflokkinn í
Vestur-Húnavatnssýslu þar sem hann átti sér djúpar rætur í föðurlegg.
Eins og aðrir frambjóðendur, ferðaðist hann um sýsluna og flutti ýt-
arlegar ræður um viðhorf sín til þjóðmála, og var formaður flokks-
ins, Einar Olgeirsson, þá með í för.105 Ekki reið Björn feitum hesti frá
þessu fyrsta framboði sínu. Hann lenti í þriðja sæti og fékk samtals
51 atkvæði, þar af þrjú á landslista. Þetta var nokkuð slakari árangur
en forveri hans og samflokksmaður, Skúli Magnússon, verkstjóri á