Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 43

Andvari - 01.01.2017, Page 43
42 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI upp á lýðinn heimspeki þolandans, hann á að láta stjórna sér möglunarlaust og þola með umburðarlyndi. Á þjóðveldistímanum var lítill grundvöllur fyrir slíkan boðskap hér á landi. Íslendingar gengu í þjónustu norsku yfir- stéttarinnar og skrifuðu um konunga hennar og dýrlinga, og stórhöfðingjarnir íslenzku (Oddaverjar) töldu sér þær bókmenntir til tekna, en óháður íslenzkur búþegn hélt fram íslenzkum hetjum og íslenzkum hetjusögum.101 Greininni lýkur hann með áskorun um að þjóðin endurheimti hand- ritin sín úr erlendum söfnum. Málstað sinn styrki hún best með því að styðja við skapandi rannsóknir á íslenskum bókmenntum og menn- ingarsögu að fornu og nýju og með verndun þjóðlegra verðmæta. Ein grein eftir Björn birtist í Stúdentablaði, helsta málgagni nemenda við Háskóla Íslands. Hún fjallaði um Gamla sáttmála sem var „algjör- lega einstætt pólitískt skjal“ eins og Björn hafði eftir danska sagnfræð- ingnum Erik Arup. Skilyrðin sem Íslendingar settu Noregskonungi í Gamla sáttmála lýstu hvorki auðmýkt né þrælslund heldur sjálfsvirð- ingu og festu, enda litu íslenskir þjóðveldismenn, bændur og öll al- þýða, svo á að allt vald ætti upptök sín hjá lýðnum.102 Eins og að líkum lætur, átti maður með þessar skoðanir helst samleið með róttækum stjórnmálahreyfingum, enda gerðist hann ötull liðsmaður Sósíalistaflokksins og lagði í mörg ár drjúgan skerf til starfsemi hans. Hann kenndi nokkrar stundir Íslandssögu í Kvöldskóla alþýðu veturinn 1954–1955, hélt fræðsluerindi á fundum Æskulýðsfylkingarinnar bæði í Hafnarfirði og Reykjavík og hjá fé- laginu MÍR (Menningartengsl Íslands og Ráðstjórnarríkjanna), var ræðumaður á baráttudegi verkalýðsins 1. maí 1963 og kom fram við ýmis önnur tækifæri á samkomum sósíalista og verkalýðssamtaka.103 Fararstjóri var hann í mörgum sumarferðum samflokksmanna sinna um landið og var að því er virðist mikils metinn í þeirra röðum.104 Tvívegis tók Björn beinan þátt í alþingiskosningum fyrir hönd flokksins. Árið 1953 bauð hann sig fram fyrir Sósíalistaflokkinn í Vestur-Húnavatnssýslu þar sem hann átti sér djúpar rætur í föðurlegg. Eins og aðrir frambjóðendur, ferðaðist hann um sýsluna og flutti ýt- arlegar ræður um viðhorf sín til þjóðmála, og var formaður flokks- ins, Einar Olgeirsson, þá með í för.105 Ekki reið Björn feitum hesti frá þessu fyrsta framboði sínu. Hann lenti í þriðja sæti og fékk samtals 51 atkvæði, þar af þrjú á landslista. Þetta var nokkuð slakari árangur en forveri hans og samflokksmaður, Skúli Magnússon, verkstjóri á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.