Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 44
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 43
Hvammstanga, hafði náð fjórum árum fyrr, en í hans skaut féllu þá
63 persónuleg atkvæði og þrjú á landslista.106 Þremur árum síðar var
Björn enn í framboði og að þessu sinni í nafni Alþýðubandalagsins
í Rangárvallasýslu. Þar hlaut hann 42 persónuleg atkvæði og eitt á
landslista eða 2,6% gildra atkvæða og var nokkuð fjarri því að koma
til greina við úthlutun uppbótarþingsæta. Fulltrúi sósíalista, Magnús
Magnússon kennari, mátti sætta sig við enn lakara gengi í sýslunni við
alþingiskosningarnar þremur árum fyrr, því að 35 kjósendur greiddu
honum þá atkvæði sitt sem var 2,1% gildra atkvæða.107
Þrátt fyrir ófarir í þingkosningum var framaferli Björns í flokknum
ekki lokið. Haustið 1956 réð Einar Olgeirsson hann til að vera fulltrúa
íslenskra sósíalista í menningarreisu til Kína. Tildrögin voru þau að
stjórn kínverska kommúnistaflokksins hafði boðið Sósíalistaflokknum
að senda þrjá menn á flokksþing kommúnista þar í landi, og var ætl-
unin í fyrstu sú að Björn yrði einn þessara þriggja manna, þótt ekki
væri hann enn orðinn miðstjórnarmaður.108 Að auki var níu mönn-
um úr ýmsum flokkum og starfsgreinum boðið í almenna kynnisferð
um landið undir forystu Jakobs Benediktssonar, ritstjóra Orðabókar
Háskóla Íslands og formanns Kínversk-íslenska félagsins. En þegar
sjálfstæðismenn tóku að boða forföll hver á eftir öðrum, var ákveðið
að Björn færði sig yfir í sveit Jakobs, en annar maður, Haukur Hafstað,
bóndi í Vík í Skagafirði, tæki sæti hans sem fulltrúi íslenskra sósíalista
á flokksþingi kínverskra kommúnista. Björn fullyrti síðar að honum
hefði ávallt eftir þetta verið mjög hlýtt til Hauks.109
Ferð á framandi slóðir Asíulanda þótti nokkrum tíðindum sæta á
þessum árum og eftirsótt frásagnarefni. Á vordögum árið eftir tók að
birtast í Þjóðviljanum greinaflokkur eftir Björn um ferðina til Kína,
og bæði fyrr og síðar kom hann fram á samkomum Kínversk-íslenska
félagsins, Æskulýðsfylkingarinnar í Hafnarfirði og víðar til að segja
ferðasögu sína og sýna skuggamyndir af mannlífinu þar eystra.110
Rúmlega tveimur áratugum síðar rifjaði hann upp þessar ferðaminn-
ingar sínar í útvarpserindum og gaf þær síðan út á prenti undir heitinu
Kínaævintýri. Björn er þar í hlutverki hins glaðbeitta og vökula ferða-
manns sem leggur sína eigin mælikvarða á það sem fyrir augu ber
en býr jafnframt yfir víðsýni og reynslu fræðimannsins til að setja
mannlíf og kínverskt samfélag í heimssögulegt samhengi. Ferðasagan
er rituð af miklu fjöri og þeir félagar einatt sýndir við spaugilegar að-