Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2017, Side 45

Andvari - 01.01.2017, Side 45
44 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI stæður, þegar orð og siðir fara fyrir ofan garð og neðan, en alvara býr einnig að baki með raunsönnum lýsingum á mannvirkjum, náttúru, fólki og samfélagi. Af ferðasögunni verður ekki ráðið að höfundur hennar hafi verið neinn sérstakur aðdáandi kommúnistastjórnarinnar í Kína. Hvað sem því líður fer ekki á milli mála að hann taldi októberbyltinguna í Rússlandi 1917 hafa verið heillarík tímamót í sögu mannkyns. Þegar 40 ár voru liðin frá þeim atburði, skrifaði hann greinaflokk í Þjóðviljann um byltinguna og aðdraganda hennar, að stórum hluta endursögn úr þeim heimildum sem hann hafði undir höndum.111 Fjórum árum síðar var hann aðalræðumaður á fundi sem haldinn var á vegum MÍR á af- mælisdegi byltingarinnar. Meðal gesta þar var sendiherra Sovétríkjanna á Íslandi.112 Þetta breytir þó ekki því að hann virðist hafa verið á varðbergi gagnvart stórveldunum og þá jafnt Sovétríkjunum sem Bandaríkjum Norður-Ameríku, þegar kom að samskiptum þeirra við smærri ríki. Honum sýndist t.d. ljóst fljótlega eftir stríðslok að Rússar væru að styrkja stöðu sína með herbækistöðvum í Skandinavíu, og þótti honum slík „ásælni“ af þeirra hálfu ískyggileg.113 Í mars 1958 stofnaði hópur rithöfunda og menntamanna samtökin „Friðlýst land“ og var Björn einn félagsmanna. Síðar sama ár fór hann ásamt nafnkunnum skáldum og rithöfundum í fundarferð um landið til að ræða um hlutleysi og landhelgi Íslands.114 Fljótlega eftir þetta gengu samtökin til liðs við Þjóðvarnarflokkinn og „Andspyrnuhreyfingu gegn her í landi“ um að efna til fyrstu Keflavíkurgöngu, og fór hún fram sunnudaginn 19. júní árið 1960. Björn var einn þeirra sem skipuðu framkvæmdanefnd göngunnar, og kom það í hans hlut að semja lýsingu á helstu kennileitum á leið göngumanna. Hún birtist í Þjóðviljanum þennan sama dag.115 Um 250 manns söfnuðust saman að morgni dags innan við hlið flugstöðvarinnar í Keflavík, en nokkru færri lögðu af stað. Á leiðinni spjallaði rithöfundurinn Gunnar M. Magnúss við göngumenn, alls um sjötíu manns, og spurði þá alla sömu spurningar: „Hvað var það, sem knúði þig til þess að taka þátt í Keflavíkurgöngunni?“ Svörin voru á ýmsa lund, eins og vænta mátti: „Mér finnst það svo sjálfsagt mál, að ég tel naumast þörf að rökstyðja það“ (Einar Bragi rithöfundur). „Ég er á móti erlendum her í landi, sem hefur haft mikið fyrir að endurheimta sjálfstæði sitt. Ég álít að Íslendingar séu færir um að lifa fjárhagslega án þess að styðjast við hernaðarfé“ (Vigdís Finnbogadóttir, frú). Björn Þorsteinsson svaraði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.