Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2017, Page 46

Andvari - 01.01.2017, Page 46
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 45 spurningunni á þessa leið: „Við erum hersetin þjóð, en ef við eigum að lifa í landinu verðum við að losna við herinn. Fólk vill samhug í þess- um málum og með baráttu okkar á að skapast kjarni, sem leiðir málið fram til sigurs.“116 Björn stjórnaði göngunni og reyndar oftar næstu árin og tók starfið alvarlega. Sveinbjörn Rafnsson prófessor fylgdist eitt sinn með Birni í þessu hlutverki sínu og sá hann hlaupa fram og aftur meðfram fylkingunni allan tímann, svo að öruggt væri að ekk- ert færi úrskeiðis. Taldi hann líklegt að Björn hefði gengið nokkrar Keflavíkurgöngur þann daginn.117 Björn var hernámsandstæðingur, og mátti þá einu gilda hvort her- veldið var í vestri eða austri. Aðfaranótt 21. ágúst 1968 réðust hersveit- ir frá fimm ríkjum Varsjárbandalagsins undir forystu Sovétmanna inn í Tékkóslóvakíu til að kveða þar niður umbótahreyfingu sem nýr aðal- ritari kommúnistaflokksins, Alexander Dubcek, hafði þá staðið fyrir og kölluð var „vorið í Prag“. Fregnin um innrásina var sem reiðar- slag fyrir Björn Þorsteinsson, formann Tékknesk-íslenska félagsins.118 Strax daginn eftir náði blaðamaður Morgunblaðsins tali af honum og spurði hann um atburði næturinnar: Þeir eru eitthvert það svartasta, sem gerzt hefur í evrópskri sögu. Ég á engin orð, bókstaflega engin orð. Það var haft eftir einum nazistaforingja: „Þegar ég heyri minnzt á menningu, gríp ég til byssunnar.“ Nú virðast viðbrögð sumra manna vera: „Þegar ég heyri talað um lýðræði, gríp ég til skriðdreka.“ Þessir atburðir eru enn alvarlegri en Münchenarsvikin fyrir 30 árum. Þá notaði Hitler Súdetaþjóðverjana sem átyllu, en nú er ekkert tilefni; hér er verið að fremja bein ofbeldisverk. Ég trúi því, eins og allir góðir menn, að ofbeldið eigi sitt skapadægur og Tékkar eigi eftir að losna úr ánauð sinni.119 Sunnudaginn næsta efndi Tékknesk-íslenska félagið til mótmælafund- ar í Sigtúni, og sama dag var Tékkóslóvakíu minnst í kirkjum landsins að ósk biskups. Fleiri mótmælafundir voru haldnir á næstu mánuðum, pólitískir andstæðingar tóku þá höndum saman og töluðu allir einum rómi.120 Ekki er annað vitað en að Birni hafi hugnast stjórnarfarið í Austur- Evrópu fram að þessum tíma. Hann lét sig t.d. ekki vanta á samkomu í tilefni af þjóðhátíðardegi Þýska alþýðulýðveldisins í október 1960 og flutti þá meira að segja ávarp.121 En svo virðist sem hildarleikurinn í Tékkóslóvakíu hafi breytt viðhorfi hans varanlega. Á níunda ára- tug aldarinnar bárust ný tíðindi frá löndunum austan járntjalds. Mikil
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.